Wang

 

Gúmoren.

Ég ætlaði að hringja til Kína og heilsa uppá einn sem ég þekki þar.Það var ekki eins auðvelt og ég hélt.Náunginn heitir Wang Li og eru nokkrir þar sem heita sama nafni. Ég leitaði á netinu að símanúmerinu hjá honum og var það hægara sagt en gert því ég veit ekki hvar hann á heima.Þannig að ég hlóð niður öllum símanúmerum sem eru hjá þeim er heita Wang og tók það smá tíma því það eru um 93 milljónir Kínverja sem heita Wang og nokkru fleiri sem heita Li. Nú er ég með nokkrar milljónir símanúmera því ekki hafa allir sem heita Wang í Kína síma. Nú er bara að byrja á fyrsta númerinu, hringja og spyrja um Wang.Ef ég hringi í dag til Kína til að leita að Wang, þá gæti ég verið heppinn og hitt fljótlega á rétt númer en miðað við mína heppni þá tæki þetta lengri tíma. Ef ég hringi 700 símtöl á dag í hundrað ár, þá væri ég búinn með helming þeirra númera sem ég hef núna, þ.e.rúmlega 25 milljón númer. Og á hundrað árum bætist líklega eitthvað við og einhverjar milljónir af Wang deyja,þannig að ég held að erfitt verði að finna Wang. Kannski að ég sleppi þessu bara, mig langaði bara að heilsa uppá kallinn.

Það eru 319  sem heita Jón Jónsson í íslensku símaskránni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

It's all in the mind!....minn kæri, þú ert að fatta það, ég gratulera.

Björn (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband