Bara tuð.

Nú hefur ekki verið bloggað lengi. Líklega hefur það verið andleg þurrð sem því hefur hamlað frekar en gott veður til hjólatúra. En eitthvað hefur loksins verið hægt að burra hér á þessu guðsvolaða landi. Fór í gær á Reykjanesskagann við fjórða mann og í dag fylgdi ég utanförum, sem eru á leið í Evróputúr, til Hvolsvallar og ætluðu þau eigi lengra en að Klaustri í fyrsta áfanga. Líklega hafa þau Danmörku og hluta Þýskalands af, á þeim fjórum vikum sem ætlaður er í túrinn með þessum hraða. En ég óska þeim góðs gengis sem og hinum félögunum sem leggja í hann á morgun, einnig eru þessir að fara í útlandatúr, góða ferð bræður.

Annars að öðru. Það er varla opnað blað né blogg, að ekki sé þar allt yfirfullt af blaðri um komandi kosningar og hvað og hvern á að kjósa. Ekki er þetta beint skemmtilegt og ekki allt gáfulegt. Ekki ætla ég að blogga neitt um það núna en kannski síðar. En núna er ég dálítið spenntur fyrir kosningasjónvarpinu á stöð tvö, ekki því hversu skemmtilegt það verður og ekki hvað þar verður sagt heldur hver af skýrendum þar, froðufellir fyrst af æsingi(aðallega út því hversu góður skýrari hann er) og þarf að fá súrefniskút eins og langt genginn reykingamaður til að geta haldið áfram að segja okkur frá úrslitum útnárakosninga, sem litlu skipta. Nema fyrir þá sem komast á spenann, en meira um það seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband