Reyklaus

 

Það eru sex mánuðir í dag síðan ég var nær dauða en lífi. Ég var svo ofboðslega veikur  að erfitt er að trúa. Allir aðrir hefðu drepist, jafnveikir og ég var þarna. En ég var snöggur að ná þessu úr mér en  missti um leið löngunina til að reykja, eftir 39 ár. Þegar ég var búinn að slóra í rúminu í sólahring , hafandi smá tíma til að hugsa í mókinu, þá tók ég þá ákvörðun að hætta. Þannig að á morgun er hálft ár síðan að maður púaði síðast. Þetta hefur ekki verið nein sérstök raun, en ekki er hægt að neita því að stundum hefur mann langað í eina rettu. En reynsla annarra hefur sýnt mér að ein er of mikið og pakki of lítið. Alveg eins og með brennivínið. Ekki get ég sagt að ég sé alveg sáttur en ég verð að vera það. Það er nefnilega ansi skítt að reyna að ná efri árum en hafa svo ekki lungu til að njóta þeirra. Tankvæddur nenni ég varla að ganga um ef að ég get komist hjá því.

Það sem maður getur, má ekki og það sem má, getur maður ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Til hamingju með áfangann gamli

Helga Dögg, 10.10.2007 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband