Biðlar?

Það er margt skrýtið í útlöndum, móðir vill giftast/kvænast dóttur sinni? Í minni bók hefði þetta verið ákall eða bæn. Það eru bara karlmenn sem að eru biðlar.
mbl.is Biðlar til dóttur sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú held ég alveg góð og gild sögn í þessu samhengi. Að biðla til einhvers tengist alls ekki bara hjónabandi. Þetta þýðir bara að biðjast bónar, svona meira í merkingunni að sárbæna.

Lilja (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Þetta er ekki óeðlileg notkun á orðinu, þótt hún sé frekar sjaldgæf.

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má finna dæmi um að lönd biðli til annarra landa , og í orðasafni Íslenskrar Málstöðvar kemur fyrir skilgreiningin "biðlaði til <hans, hennar>"

Þannig að þótt þetta sé ansi óhefðbundin notkun á orðinu, þá tel ég að hún sé engu að síður rétt.

Þór Sigurðsson, 10.12.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband