Hroki femínistans

 

Ég las um daginn bloggfærslu sem að mér fannst ákaflega skrýtin. Þetta var á síðu Sóleyjar Tómasdóttur og kom þar uppgjöf og hroki femínistans vel fram. Þar segir hún að bloggið sé mikilvægt lýðræðinu en hvað hefur það með lýðræði að gera hvort ég að aðrir tjáum okkur hér? Hér eru engar ákvarðanir teknar er varða almannaheill. Hér eru bara teknar ákvarðanir um hvort að einhver setji inn athugasemd við eitthvað blogg, gáfulega,dónalega eða bara "já ég er sammála", og hefur það ekkert með lýðræði að gera. En nú ber nýrra við, nú er blessuð stúlkan búin að loka á athugasemdir við bloggið sitt og þá er allur vindur úr. Því skemmtilegast við þetta blogg hjá henni voru athugasemdirnar, þ.e. hve margir voru ósammála og tóku hana í gegn fyrir kjánaskap. Nú er það víst búið og vísar hún á skrifstofu borgarfulltrúa fyrir athugasemdir,munið að panta tíma . Hvernig er þetta með vinnu kjörinna borgarfulltrúa, eiga þeir að svara fyrir bull á bloggsíðu á skrifstofu sinni?
 P.S.
Voruð þið búin að heyra um femínistann sem að fór ekki í guðfræðinginn, heldur fór guðfræðingurinn í hana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband