Sjálfsánægja

 

Var að sjá dagskrárkynningu eitt skiptið enn á Stöð 2. Þar var verið að lofsyngja Kompás, fréttaskýringaþátt. Kompás þarf ekki að vera góður þó að hann hafi fengið tvisvar sinnum Eddu verðlaunin. Þau verðlaun eru ekki mælikvarði á eitthvað gott eða vont. Það verður enginn sjónvarpsþáttur góður þar sem sjálfsánægja stjórnenda gerir öll efnistök léttvæg miðað við athyglissýkina sem virðist hrjá starfsfólk stöðvar 2. Má þar benda á kryddsíld sem var hundleiðinleg og ekki í jafnvægi þar sem stjórnandi er tengdur einum þátttakana, peningalega. Sjálfstætt fólk, Ísland í dag og fleira þ.h., allt sjálfsupphafning stjórnenda. Man einhver eftir að auglýstur sé þar þáttur, sem ekki er stórkostlegur , einstakur eða þaðan af betri? Stundum verður manni óglatt þegar söngvarinn lætur setja bassann í botn þegar hann kynnir þátt eða mynd og minnist þá orða hans sjálfs "what a voice", sem útleggst eitthvað í þessa átt: "finnst ykkur ég ekki vera æðislegur". Er að heyra að alveg sé sama hvaða leiðindi á að sýna,allt er æðislegt. Skyldi H.C.Andersen hafa séð fram í tímann, hingað, þegar hann skrifaði nýju fötin keisarans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Sæll Yngvi datt um síðuna þína hahaog ákvað að skoða hana..kveðja frá Hellu

Guðný Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband