Stælar!

Hvort sem að það er Björk , Paul McCartney eða minni spámenn eins og Bubbi, þá finnst mér að þeir eigi að hafa sínar skoðanir fyrir sig og leyfa tónleikagestum að heyra músík en ekki athugasemdir. Það fer nefnilega ekki saman að geta búið til lag og texta á sómasamlegan hátt og gagnrýna gáfulega, aðra fyrir að vera ekki eins og viðkomandi vill. Það gerist oft að frægt fólk veður uppi með tóma vitleysu og kemst upp með það í krafti frægðar og ekki finnst mér það gáfulegt að mæra fólk fyrir það. Heldur virkilega einhver að þetta upphlaup hjá Gling gló breyti einhverju fyrir fólk í Tíbet? Hefur enginn velt því fyrir sér hverskonar dónaskapur þetta er þessari þjóð er hýsti þessa tónleika? Skyldi fólkið sem fór á þessa tónleika, hafa farið til að hlusta á tónlist eða athugasemdir hennar um það sem er til baga í Kína? Líklega tónlist. Varðandi þessa yfirlýsingu þá veit maður ekki hvort hún kemur frá þeim sem hún er eignuð eða launuðum starfsmanni, þ.e. fjölmiðlafulltrúa, sem að passar upp á að "stjarnan" líti sem best út. Ég tek fram að ekki er ég að mæla Kínverjum bót, hef megna andúð á kommúnistum, heldur leiðast mér "stjörnustælar" sem bersýnilega eru til auglýsingar á viðkomandi.
mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hér á Íslandi voru það skáldin sem fóru fremst í baráttu okkar fyrir sjálfstæði.  Ef að við flokkum listamenn eins og vélar sem alltaf skila af sér eins útkomu án nokkrar tilfinningar, þá gætum við eins framleitt alla tónlist með forriti í tölvu.

Þetta fólk hefur fullt leyfi til að tjá sig eins og við gerum t.d. hér á blogginu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Friðrik G Friðriksson

Það er því miður mikil hætta á að fólk, í krafti valds sem fæst í gegnum frægð, stjórnmál, ríkidæmi, menntun og nú á síðustu tímum blogg, telji sig hafa vit á hlutum sem það hefur í raun ekki hundsvit á. Því miður eru um leið allt of margir tilbúnir til að fylgja þessum fyrirmyndum sínum gagnrýnislaust.

Friðrik G Friðriksson, 6.3.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hér erum við alveg á öndverðum meiði, ég ber mesta virðingu fyrir listamönnum sem eru óhræddir við að gagnrýna, sérstaklega yfirvöld og lítilmótlega ráðamenn sem stjórna með ógnarvaldi, gíruga bankamenn og svo framvegis. Uppáhaldshljómsveitin mín Killing Joke semur nær eingöngu texa á þeim nótum, annar í miklu uppáhaldi hefur oft talað og sungið tæpitungulaust um illþýði, Neil Young. Sama með Bob Dylan þó að heldue hafi hann linast með árunum og tónlistin með.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.3.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála Yngva!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 09:52

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Smáviðbót. Það á sama við um frægð og peninga: margur verður af aurum api. Og ekki hef ég tekið eftir því að heimsmyndin hafi að einhverju leyti breyst til hins betra þó að einhverjir hafi jóðlað "All you need is love" og þvílík gáfuverk til þessa tíma. Það hefur enginn tónlistarmaður verið heill með sitt eftir að frægð og peningar komu til. Því meira um yfirlýsingatexta,því meira umtal og meiri peningar. Punktur.

Yngvi Högnason, 7.3.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband