Matur.

 

Ég hef séð að sumir bloggarar eru með uppskriftir og því um líkt á síðum sínum. Og lýsa menn þar af miklu næmi, hvað og hvernig eldað er og hvernig á að borða. Ekki hef ég nú gert mikið af því að elda um ævina því að ég hef alltaf haft kvenmann mér nærri til þess að sjá um það. Þessum elskum er þetta sérlega lagið og hafa reyndar haft miklu meira fyrir því að elda fyrir mig en þörf hefur verið á. Ég er nefnilega hæfilega matvandur og finnst ekkert gaman að borða margréttað og hefur mér aldrei þótt máltíð vera helgiathöfn eins og oft vill verða þegar matargúrúar eru annars vegar. Ég er til dæmis mjög sáttur við hamborgara eða pulsur í kvöldmatinn, súpu og brauð eða annað fljótlegt, sem sagt ekkert flókið og tímafrekt. Annað sem að mér finnst með máltíðir, er að mér finnst ekkert sérstakt að fara eitthvað út að borða með fullt af fólki. "Ég ætla að fá mér steikina,nei annars hvað ætlar þú að fá þér, kannski að ég fái mér það líka, hvernig rauðvín eigum við að fá okkur,eigum við ekki að fá okkur forrétt" og svo kemur "umm hvað þetta er gott alveg bráðnar á tungunni á manni, ooo hvað ég er saddur" og þá rifjað upp hvernig steikur hafa verið borðaðar síðustu tíu árin. Svoleiðis ferðir á veitingastaði minna mig oft á það þegar ég gegndi í sveitinni forðum.Ég vil bara hafa þetta einfalt: tölvan er á eldhúsborðinu, dagblöðin einnig og kveikt á sjónvarpinu og fjarstýringin innan seilingar þegar hún kemur með diskinn. Að vísu þarf ég sjálfur að lyfta diskinum af blaðinu þegar flett er og sjálfur vil ég skipta um rás á sjóninu. Best er þegar einfaldur matur er á borðum og ekki þarf að vesenast með allskonar meðlæti og dót sem að spillir einbeitningu við þessa þrjá miðla.Þetta hefur ekki alltaf verið svona hjá mér. Hérna áður, þegar ég bjó með börnunum mínum, komst blaðið ekki fyrir á borðinu, og alltaf þurfti að sinna þeim aðeins, barnsmóðir mín átti eitthvað erfitt með að sjá um krakkana meðan hún eldaði og lagði á borðið og var heldur ekkert vel við að blað væri á eldhúsborðinu á matartíma. Nú er annar tími og lítið nöldur við eldhúsborðið, þar er mitt ríki,núna.

Assgoti er hún eitthvað lengi að koma með kóteletturnar núna, á að svelta mann til bana eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband