Heppinn "mótorhjólatöffari".

Það er ekki hress mótorhjólatöffari sem bloggar nú með einum fingri.En heppinn.Mér er sagt að eftir að keyrt var á mig í gær, þá hafi þurft að taka bílinn með krana líka.Það var lán í óláni að ég skyldi hafa rænu á að fara beint á bílinn frekar en að leggja hjólið. Þá hefði maður líklega lent undir í stað þess að taka bogaflug yfir bílinn, stangandi framrúðuna á leiðinni.Ekki var möguleiki að sveigja hjá og líklega hefði maður geta brugðist öðruvísi við ef að maður hefði fengið að taka tvær æfingar eða svo. En það var ekki í boði, þannig að ég er ánægður með úrslitin.Opið beinbrot á vinstri handlegg,slitið liðband  á fingri og er allur lurkum laminn.Er núna að bíða eftir einhverri aðgerð, það á að laga beinbrotið sem að ekki var sett rétt saman í gær.
En núna lítur maður ekki beint út sem mótorhjólatöffari á krómhjóli,maður er líkari gömlum manni sem að staulast hér um á nærbuxunum með saltvatnslegg á hjólum(krómuðum) sér við hlið. Það tók tæpan klukkutíma að staulast að tölvunni,setjast og skrifa þetta.
Það eru á milli 30 og 40 manns sem að hafa hlúð að mér hérna, fólk með þolinmæðina í lagi. Hafi það þökk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Walter Ehrat

Ég vona að þér batni sem allra fysrt og náir að hjóla sem mest af sumrinu

 Það er þó huggun að saltvantnsstandurinn er vel krómaður og vonandi rúmið líka...

 Gangi þér vel

Walter Ehrat, 17.3.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Rannveig H

Þú varst heppinn í óheppninni,ég er nú viss um að þú verður ekki lengi að staulast um á naríunum.Það verða næg verkefni framundan að koma þér og krómfáknum í þokkalegt ástand sem vonandi verður búið áður en almennilegt sumar kemur.Eigðu góðan bata,hugsa til þín ég er að fara í hjólaferð til Spánar á morgun.kveðja.

Rannveig H, 17.3.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Helga Dögg

Þú ert og verður alltaf aðaltöffarinn í bænum...

Helga Dögg, 17.3.2008 kl. 10:02

4 identicon

Sæll Yngvi þetta voru slæmar fréttir en betur fór enn á horfðist svo fyrst þú ert farinn að staulast um þá verðurðu vonandi fljótur að ná þér. kveðja Villi.

Vilhjálmur Þorláksson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:18

5 identicon

Heppinn, en eru ekki "skálmar" á þessum spítala????

þá þarftu ekki þessar naríur,

enda fara þær ekki vel við krómið á saltvatnsleggnum,

láttu þér batna,

kveðja, sigga #677

Sigríður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:32

6 Smámynd: Yngvi Högnason

Jæja,þá fer eitthvað að gerast. Nú á að setja á mig þumalskrúfu eða gifs einhverskonar, hægramegin og eftir hádegi á að brjóta upp gifsið hægramegin og fæ ég "knockout" og allt, svo hægt verði að setja einhverja nagla og drasl. eftir það ,þegar ég vakna þá fæ ég kannski eitthvað að borða.
Gaman

Yngvi Högnason, 17.3.2008 kl. 11:19

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Takk fyrir góðar óskir

Yngvi Högnason, 17.3.2008 kl. 11:20

8 identicon

Já, það er ekki hægt segja annað en að þú hafir sloppið vel miðað við aðstæður og gott að þú skulir veram með smá króm þér við hlið. Eigðu góðan bata vinur.

Kveðja, Eiki KR

Eiki KR (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:59

9 identicon

Sæll vinur...ertu nokkuð orðinn EIGN RÍKISSPÍTALANNA.

Með ósk um góðan bata.

Kv. DR 

Björn Benediktsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband