Heimska.

Konan sem að ég bý með hefur verið að fylgjast með þessum mótmælum vörubílstjóranna. Hefur hún verið að spyrja mig aðeins út í þetta og er ég í dálitlum vandræðum með útskýra. Eftir að hafa horft á forsvarsmann bílstjóranna í Kastljósi í kvöld,þá varð enn verra að útskýra. Það er nefnilega svo erfitt að segja henni að íslendingar séu vitlausir. Og þó, kannski er það bara satt. Vörubílstjórarnir mótmæla og gera það ólöglega. Múgurinn hleypur til og segir:ég styð þá,þetta er flott hjá þeim. Það er ólöglegt að keyra farartæki of hratt og ólöglegt að keyra með óvarinn farm og ólöglegt að keyra með illa bundinn farm. Allt þetta hafa vörubílstjórarnir orðið uppvísir að og styður fólk þetta? Nei, reyndar ekki en þetta er nefnilega öðruvísi ólöglegt. Fífl, enn og aftur, íslendingar eru fífl. Ég hef ekki orðið var við að það hafi komið fram hjá blessuðum frétta"haukunum" okkar að aðgerðir vörubílstjóranna séu ólöglegar og að lögreglunni er skylt að koma í veg fyrir svona aðgerðir.Það er líklega þess vegna sem að múgurinn heldur að það sé í lagi að kasta eggjum og grjóti í lögregluna. Einn lögginn reyndi að segja (gargaði) lýðnum að piparúðaársás væri í vændum,það var honum talið til lasts. En múgurinn trúði þessu ekki, "huh, ertasprautámig"? Hefur þetta fólk ekkert í hausnum eða var það bara að fiska slagsmál? ´Hvað lögregluna varðar, þá er hún ekki hafin yfir gagnrýni en afskaplega held ég að erfitt sé fyrir hana að taka æstan múg silkihönskum.
Nei, ég held að ég geti ekki útskýrt þessi mótmæli fyrir sambýliskonu minni,frekar en annað það sem heimskir íslendingar hafast að.
   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Segðu henni bara að þetta séu strákar í bíló og löggobó. Það skýrir sig sjálft og málin um leið. Vittu til, hún fattar það.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.4.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband