Sund.

Nú er maður allur að koma til. Fór í sund í morgun,ekki bara í pottinn, svona til að liðka mig aðeins. Það er dálítið skrýtið að reyna að synda með hálfónýtri annarri hendi og aumri hinni,en það hafðist án þess að ég synti í hringi. Ég stóð mig bara vel, fór hundrað metrana á sjö mínútum þrjátíu og sjö. Var ég þó nokkuð á undan gömlum kalli en kannski er það ekki að marka því hann mátti ekki fara með göngugrindina ofan í. Það má geta þess að Ólympíulágmarkið í 100 m. bringu er rétt um mínúta, svo ég er alveg að ná þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Þarftu ekki bara kút og kork?

Helga Dögg, 2.5.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Syndaselurinn þarf hvorki kút né kork.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.5.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Alveg rétt, ég er syndur sem selur.

Yngvi Högnason, 2.5.2008 kl. 16:47

4 identicon

Ef sund er gott fyrir handleggi og fætur, af hverju eru fiskar með hvorugt? Má maður spegúlera!!

Eiki KR (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband