Bloggkjáni.

 

Ég hef stundum prófað að vera gáfaður eða réttara sagt reynt það hér á blogginu.Þá hef ég tvo fingur undir höku og hugsa afskaplega gáfulega um pólitík,set smjör í hárið og greiði aftur eins og Ög.... og blörraði borgarstjórinn. Svo hugsa ég: Já, ef að Geir myndi ......og bankarnir væru....... þá væri þetta allt aðeins öðruvísi. Og ef Ingibj......, hérna svelgist mér alltaf á, væri heima hjá sér að skúra, þá væri þetta ekki svona slæmt. Og svo hugsa ég um alþjóðamál: ég ætti nú að gefa þúsundkall til kirkjunnar og redda Afríku með því eins og þeir segja hjá kirkjunni.Og svo hugsa ég um Mugabe og Kunta Kinte eða hvað þeir heita þar úti og ef að ég hugsaði verulega gáfulega eins og svo margir sem að blogga þá, hugsa ég um Palestínu og Ísrael, þangað sem að Siggi Gríms fór með fólk á samyrkjubú hérna um árið, og væri ég ekki lengi að hugsa upp lausn á þeim vandamálum sem að þar eru.Og ef að ég væri stórbloggari að norðan og hefði lausn á öllum vandamálum sem að koma upp, þá væri ég búinn að leysa Íraksstríðið í eitt skipti fyrir öll. En þegar ég les yfir hvað ég hef skrifað núna þá sé að ég er ekkert gáfaður, ég er bara eins og vörubílsstjóri í mótmælum, sérlega kjánalegur.Kannski maður passi best á bloggið svoleiðis.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband