7.5.2008 | 13:25
Dánarfregnir og jarðarfarir.
Það kemur fyrir að maður les minningargreinar og þá sérlega ef að maður kannaðist við viðkomandi. Nú er ég búinn að fylgjast með í þó nokkuð mörg ár og enn hefur ekki dáið fól svo að ég hafi séð hér á Íslandi.Kannski að íslendingar séu svona afspyrnu góðir eða ekki er skrifað um hina illu. Ekki veit ég.
En skrýtið væri líklega að sjá í minningargrein: "Hagbarður var vinnusamur og þótti duglegur en um helgar þá datt hann yfirleitt í það og buffaði þá stundum kellinguna ef að hún var með múður en það kom ekki að sök því hún átti stór sólgleraugu". Eða :" Sólbjartur var góður við börn,sérlega ungar stúlkur og bauð hann þeim oft í pottinn sem að hann hafði á veröndinni hjá sér og voru sundföt engin skilyrði þar á bæ". Eða:" Hallbjört var forkur mikill og hamhleypa og gat hún verið ráðrík á sínu heimili. Jón, fjórði eiginmaður hennar var sem leystur úr álögum er hún dó og leikur nú við hvern sinn fingur".
Ólíkt væri nú safaríkara að lesa svona umsagnir en það er víst ekki boðið upp á það,því að á Íslandi deyja bara dánumenn.Ég tek samt enga áhættu, ég skrifa um mig sjálfur.
Athugasemdir
Láttu mig þekkja það, félagi. Það var undirrituð sem að beiðni útgefanda nokkurs skrifaði bókina um Jón Pál sem var bönnuð áður en hún komst út. Móður hans hugnaðist ekki að heyra skemmtilegar lýsingar vina hans á því hversu hress og frábær hann var. Henni fannst þetta óhæfa og að það ætti bara að skrifa "vel" um hann og alls ekki minnast einu orði á að hann hafi drukkið brennivík, íþróttamaðurinn sjálfur. M.e.o. mátti helst ekki koma fram að hann hefði verið mannlegur. Ég sagðist ekki skrifa sálmabækur.
Annar var fenginn til að skrifa nýja bók í hvelli. Hún rokseldist.. NOT!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.5.2008 kl. 22:07
..brennivín.. langaði bara að smjatta á þessu aftur
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.5.2008 kl. 22:09
Jón Páll, einmitt....
http://www.imdb.com/name/nm2682528/
Yngvi Högnason, 9.5.2008 kl. 09:01
Sé að þú þekkir þetta ágætlega.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.