Gáfnakönnun?

Ég hef ekki verið að nöldra mikið um þessi mannaskipti í borgarstjórn. Það eru nógir aðrir um það og fæstir gera það af viti eins og flestra íslendinga er vani. Að gapa hátt og mikið er nefnilega ekki mark um vit eða gáfur. Nú hefur Fréttablaðið komið með eina könnunina enn, nú um meirihlutann, frekar ógáfulegri þetta í sinn en oft áður. Rúmlega 300 manns svara í könnuninni og er ekkert óeðlilegt eftir sviptingar undanfarandi vikur að mikill minnihluti styðji meirihluta borgarstjórnar. Það sem er ógáfulegt við þessa könnun er tímasetningin og að þeir sem að eru á móti þessum meirihluta taka þessari könnun sem kosningaúrslitum. Ef að ég fæ einhvern til að vinna fyrir mig, þá spyr ég ekki aðra heimilismenn um álit sitt á honum fyrr en að verki loknu. Annað væri ósanngjarnt gagnvart þeim sem að verkið á vinna. Eigum við ekki að líta til verkloka og spyrja þá,og þá af viti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Er þetta ekki sama liðið að mestu leiti sem tók við af sjálfu sér... smá breyting, en munar nokkuð um það?

Marta Gunnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Gerðu þau eitthvað þegar þau voru í fyrri meirihlutanum?

Marta Gunnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Fyrsta stelpan sem að ég kyssti hét Marta. Og þá dó ég næstum því. Takk fyrir innlitið Marta.

Yngvi Högnason, 17.8.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Minn framlag til gáfulegra hluta er að forða mér. Farin upp á völl. Farvel. Flogin!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.8.2008 kl. 04:15

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Gott eiga þeir sem að ekki eru hér í átthagafjötrum og geta forðað sér.

Yngvi Högnason, 18.8.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband