Nöldrari.

Jæja,þá er maður búinn að prófa lambahrygg með grænum aspas,maís og sterkri karrísósu. Þetta var  ekki alveg eins og hjá mömmu en karrísósa með hrygg er sérstakt.
   En að öðru. Stöð tvö er alltaf með "besta efnið" og áðan var talað um að taka forskot á sæluna,þ.e. að sjá smá brot úr þættinum "Logi í beinni". Sérhver er nú sælan,að fá enn einn viðtalsþáttinn með tveimur eða þremur viðmælendum, sem eru búnir að tröllríða fjölmiðlum hér með mislöngum hléum og svo misgóðar hljómsveitir til að syngja eitt lag.Illa klæddir hljómsveitameðlimir eru ekki og hafa ekki verið augnayndi til að sýna í sjónvarpi,í besta falli er hægt að hlusta á þá í útvarpi.Ekki er heldur skárra að hlusta á misgáfulegar spurningar til þeirra sem að nenna að mæta og allir eru svo "skemmtilegir". Má ég frábiðja mér slíka sælu.
  Rosalega getur maður nöldrað.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Er ekki "Logi í beinni" bara eins og að elta slökkvibílinn í útkalli?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.9.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já og kjafturinn sem át lambahrygginn með sterku karrísósunni sá sem hringdi í neyðarlínuna... ?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband