Aðgát skal höfð....

Ekki í fyrsta sinn. Það hefur komið fyrir að mér hafi verið úthýst úr athugasemdadálkum bloggs. Og þá líklega vegna þess að ég hef ekki verið sammála þeim er bloggið ritar. Það gerðist fyrst hjá vinstri grænu ritræpunni sem að ég nenni ekki lengur að lesa,svo væmin sem skemmt remúlaði og bloggið leiðinlegra en ræður Brésnevs,sem að ég bar út þegar ég vann fyrir APN.Ég las þær reyndar sjaldan. Og enn er mér hent út úr athugasemdum.
   Ég ákvað þegar ég byrjaði að skrifa hér að gera það undir nafni,því mér leiðist þegar fólk skrifar nafnlaust. Ég var að skrifa í dálk hjá Eyjagoðinu Agli,sem að er í vinnu við að blogga. Og þar sem að ég féll ekki á kné og var sammála heldur var með pillu um,að ekki væri hann stóridómur en hitti þó stundum á réttu spurningarnar. Einnig spurði ég hvernig hann nennti að hafa opið fyrir nafnlausar athugasemdir,var mér með það sama hent út. Það er í lagi mín vegna, en skemmtilegra væri að fá svar.
   Ég man ekki hvort það var á Vogi eða Sogni, sem hann svaraði mér alltaf er ég innti einhvers.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Stundum verður mér það á að hlæja upphátt við blogglestur. Hérna var eitt af þessum stundumum... 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.10.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Rannveig H

Yngvi minn. Sumum finnst bara vont að láta stíga á tærnar á sér, en það sem verra er að sumir ásetja sér að naga í hælana á fólki. En að öðru er ekki kreppa og ekkert króm.

Rannveig H, 7.10.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Gúmoren Rannveig. Það er ljós í myrkrinu að smávegis er að koma í dag,vonandi, eða næstu daga.Nokkrir kaplar og króm.En eins og þú veist þá er ekki spurt um verð þegar króm er annars vegar.Það er nefnilega alltaf ódýrara en eitthvað sem brennur eða flýtur.
Varðandi nagið þá er hér smávegis sem að ég get gert að mínu,alltaf einn í mínu horni.Veit ekki hver orti.

húkir í

sínu horni
bara glaður
einfaldur
maður
gaufast

aðrir augum
í bak bora
en´ekki þora
því freði
þolir illa
gleði
en stundar
gjarnan
baknag

Yngvi Högnason, 7.10.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Rannveig H

Ég er sammála þetta getur þú gert af þínu,það mikið þekki ég þig. Mig vantar svo krómkapla,varstu búin að selja hina sem þú áttir?

Rannveig H, 7.10.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband