Skríll.

Ekki er ég ánægður með ástandið eins og það er þessa dagana. En ég veit að ekki skánar það við að kasta eggjum og jógúrtdollum á Alþingishúsið. Er þetta allsgáð fólk eða eru bónusheilarnir að smita svona út frá sér? Er meiri múgsefjun og meiri skemmdarverk á næsta leiti? Heldur þetta fólk að eitthvað lagist við að skemma opinberar eigur? Heldur þetta pakk sem að skipuleggur þetta og fær börn til að bera skilti, sem að á stendur: "Hættum að borga", að það sé gáfulegast í stöðunni? Yrði þetta fólk ánægt ef að ég kæmi heim til þess og grýtti eggjum og jógúrt á glugga þar?

hang

Er þetta næst hjá skrílnum?


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mótmæli eru leyfð í öllum lýðræðisríkjum. Menn fara ekki að mótmæla nema þeim sé misboðið. Og það vita allir að þegar mönnum er stórlega misboðið og þúsundir mótmæla getur komið til einhvers konar óeirða. Það hefur oft gerst í mörgum löndum en samt vilja menn leyfa mótmæli þó þeir viti að svona kunni að gerast. Þau mótmæli hafa svo kannski leitt til ýmissa breytinga á því ástandi sem verið var að mótmæla. Það er óraunsætt að halda að öll mótmlæli geti farið algjörlega friðsamnlega fram enda leyfa menn þau þó þeir viti að ýmislgt geti gerst vegna  þess að menn skilja hvað mótmæli eru mikilvægur þáttur í þjóðlífinu. Þau lítilsvirðingvarorð sem þú notar um mótmælendur lýsa fyrst og fremst grunnhyggni og óraunsæi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Það fær enginn "lítilsvirðingarorð" frá mér sem ekki á þau skilið. Hef ekkert á út á mótmæli að setja og gerði það ekki núna en það eru alltaf einhverjir sem að fara offari og halda að það sé fyrir bestu. Sem að ekki er og það er skríllinn,pakkið og bónusheilarnir.

Yngvi Högnason, 8.11.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta eru vissulega lítilsvirðingarorð frá þér, Yngvi... og þú setur alla undir sama hatt, líka þessa 5.000 mótmælendur sem hentu engum eggjum og datt það ekki í hug.

Ef þér væri nógu annt um þjóð þína hefðirðu sjálfur verið á Austurvelli og orðið vitni að fjölmennum og sérlega prúðmannlegum mótmælum, góðum ræðum og einstökum samhug meðal fjöldans.

Þá hefðirðu líka orðið vitni að því þegar hópur ungs fólks fór að henda eggjum í Alþingishúsið EFTIR að formlegum fundi lauk. Ég get líka sagt þér að hvorki tiltæki mótorhjólamanna fyrir fundinn, bónusfáninn né eggjakastið var að frumkvæði skipuleggjenda mótmælafundarins. Þvert á móti. Hörður Torfason ávarpaði fólk sérstaklega í byrjun fundar og bað um að ekki yrðu uppákomur sem settu svartan blett á mótmælin í heild.

Eins og Sigurður Þór segir eru mótmæli leyfð í lýðræðisríkjum þótt mikill vafi leiki á að á Íslandi ríki lýðræði í raun. Hópar sem eru með uppákomur fyrir utan þessi hefðbundnu mótmæli hafa fullan rétt á því, en varast skal að dæma ranga aðila.

Þú virðist vera einn af þeim sem líta niður á fólk sem mætir í mótmæli, hversu réttmæt sem þau eru, og beitir tungumálinu til að gera lítið úr þeim - eins og að kalla það skríl. Ég nefndi þetta í pistli hér.

Enginn fær sérsniðin mótmæli bara fyrir sig, það er ekki hægt. Og enginn getur hindrað aðra í að mótmæla á sinn hátt. Hver hefur sinn háttinn á.

Hvernig mótmæli myndir þú mæta á?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Þakka tilskrifin Lára Hanna.Nú er ég að horfa á fréttir og sé þar fólk sem að er að mótmæla friðsamlega og aðra sem að haga sér eins og fífl.Ég er ekki á því að ofbeldi í mótmælum sé það sem ber árangur.Varðandi það hvort orð mín séu lítilsvirðandi þá má hver lesa það eins og hann vill.Og hvort þessi mótmæli séu það sem að þjóðin vill eða ekki, er ekki merki um það að vera annt um þjóð sína,því þá hefðu kannski fleiri en tvö-fjögur eða -fimmþúsund (eftir því hver segir frá) mætt. Eða viltu meina að þrjúhundruð þúsundin sem  ekki mættu sé ekki annt um þjóð sína? Og enn og aftur,ég er ekki á móti mótmælum,ég var ekki að setja út á Hörð eða aðra honum nærri. En ef að eggjakast og önnur slík óáran fylgir mótmælum sem og óþekkt gagnvart lögreglu m.ö.o. skrílslæti, þá er betur heima setið en að plægja fyrir ólátaseggi. Og ef að ég myndi mæta á mótmælafund,þá væri það eitthvað í líkingu við fundinn í Iðnó.

Yngvi Högnason, 8.11.2008 kl. 19:08

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég mæli ekki ofbeldi bót, Yngvi, síður en svo. Ég er alfarið mótfallin öllu slíku. Og varast skal að taka of mikið mark á fjölmiðlum, svo mikið er víst. Ég er einmitt þessa stundina að taka saman efni í pistil um umfjöllun fjölmiðla um mótmælin sem að mínu mati er til fullkominnar skammar.

Og ég á heldur alls ekki við að þeim 300 þúsundum sem ekki mættu sé ekki annt um þjóð sína - en það fólk situr þó ekki allt við tölvuna og gerir lítið úr þeim sem þó mættu til að segja hug sinn með nærveru sinni og kallar þá skríl eða eitthvað þaðan af verra.

Mótmæli á götum úti hafa aldrei þótt "fín" á Íslandi og ef þú hefur kíkt á pistilinn sem ég krækti á í fyrri athugasemd minni veistu hvað ég á við. Enda eru þeir ófáir sem mæta ekki þótt þeir gjarnan vildu vegna þess að aldrei hefur verið hlustað á vilja almennings í þessu landi. Það þykir tilgangslaust að mótmæla.

Þessu verðum við að breyta, venjulegt fólk eins og ég og þú. Og við getum það ef við stöndum saman. Það á að vera sjálfsagt mál að fólk haldi mótmælafundi og mæti á þá til að tjá skoðun sína á... ja, hverju sem er svosem. Og yfirvöld eiga að hlusta á fólkið í landinu. Ekki segja því alltaf að halda kjafti og éta það sem úti frýs milli kosninga. Mæta svo nokkrum mánuðum fyrir kosningar með bros á vör og fullar ermar af loforðum sem þeir svo svíkja um leið og búið er að kjósa þá.

Sveiattan!

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:13

6 identicon

Hae! hvad er ad ther er ekki okey, ad látta þessa men? vita ad vid erum, ekki anaegd!Tolli P

tolli p. (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Eitthvað virðist fólk lesa á milli lína hér. Mér líður eins og spaghettiorminum Berlusconi sem getur ekki sagt setningu öðruvísi en að misskilin sé. Ég er ekki á móti mótmælunum en ég er á móti bjánalátum sem að fylgja.Svo ég tók mig til og las þessa skrílfærslu mína til að sjá hvar ég  sýni vanþóknun mína á mótmælum. Ekki sá ég hvar það var en ýmis orð eru viðhöfð og get ég eingöngu tekið til baka orðið um skipuleggjendur sem ég þekki ekki.Annað stend ég við og yfirfæri orðið pakk á mótorhjólapakkið sem þarna var,sjálfum sér og öðrum mótorhjólamönnum til skammar.Og ekki fer ég af þeirri skoðun að það séu skrílslæti að kasta eggjum í Alþingishúsið. Og vissulega er það múgsefjun þegar fólki finnst þetta vera eðlilegt. Vill einhver svona mótmæli,þar sem allt fer í bál og brand? Er þetta það sem fólk kallar eðlileg mótmæli í hinum vestræna heimi? En í sambandi við fréttir af þessum mótmælafundi á Austurvelli, þá virðist mér að fólk sem þar var hafa meiri áhyggjur af því hvað fjölmiðlar kváðu marga hafa verið þar en hvort eitthvað hafi áunnist.

Yngvi Högnason, 9.11.2008 kl. 10:12

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér fannst mótorhjólareykspólið smart og flott hugmynd. Reykurinn var sjónrænn að sjá í upphafi fundarins og þegar fyrsti ræðumaður tók til máls hjóluðu þeir prúðir sína leið.

Eggjakastið er táknrænt reiðimerki og meiðir engan. Ég skil kastendur ágætlega og kastaði amk einum bakka svona í huganum - þó sennilega hefði ég verið of prúð og vel tamin til að láta það eftir mér á staðnum.

Bónusfáninn blaktandi á Alþingishúsinu fannst mér líka vel til fundið stönt og táknrænt fyrir tenginguna sem hefur verið milli gerspilltra stjórnmálamanna og þeirra "auðmanna" sem hafa sett skerið á kaldara klaka en það hefur dúsað á gegnum árþúsundin.

Auðvitað mótmælir fólk. Menn hafa mótmælt af minna tilefni en því að drullusokkar steli frá þeim aleigunni og komi því til leiðar að afkomendur þeirra eignist aldrei annað en skuldir og skítugt mannorð. Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að mótmæla af alefli og ákafa þá er það einmitt nú.

Það gerir hver á sinn hátt. Reiðin er réttlát.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.11.2008 kl. 15:12

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

..á kaldari klaka..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.11.2008 kl. 15:17

10 Smámynd: Yngvi Högnason

Hi Helga Guðrún, love you too.

Yngvi Högnason, 10.11.2008 kl. 16:27

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.11.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband