Er hamingjan góður svefn?

Ég var eitthvað að spá í þetta Ísreaelsvesen og af hverju þetta er svona. Ég skil og þó kannski ekki, þetta pakk þarna austurfrá. Ég væri allavega rosalega pirraður og myndi láta illa við aðra ef að bibbinn á mér hefði verið gerður húfulaus að mér forspurðum.
    En gott kreppuráð. Ég keypti nokkurra nátta ótruflaðan svefn á fjörutíu og fimm krónur. Eyrnatappar. Gulir.Á fjörutíu og fimmkall. Hef aldrei prófað svona fyrr. Í gærkvöldi voru einhver leiðindi í sjóninu þegar ég kom upp í og svo ég skellti töppunum í og "voila", heyrði ekki múkk.Ég hef ekkert verið að viðra þessi kaup við "vatnsorgelið" sem sefur á næstu dýnu til að þurfa ekki að útskýra og þá kannski búa til leiðindi. Var reyndar búinn að ýja að hrotum fyrr,mjög fínlega."Já, ég skil ekki af hverju ég er nýbyrjuð á því" sagði hún þá.Nýbyrjuð,einmitt. Á svoleiðis stundum segir maður ekki orð. En í gærkvöldi var hún víst búin að tala heillengi við mig þegar ég fattaði það. "Ertu með eitthvað í eyrunum" heyrði ég að hún sagði þegar ég tók úr öðru megin. Ég kinkaði kolli. "Af hverju"? spurði hún. Ég hef verið meira fyrir heimilisfriðinn og góðan sörvis þannig að ég setti bara í eyrað aftur og sagði: "Það heyrist svo mikið í ísskápnum". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Það er virðist einhver vera búinn að installa svona vatnsorgeli á mínu heimili, ég ætti kannski að gá undir ísskápinn?

Helga Dögg, 13.1.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert gersemi!

Þessir tappar eru nytjahlutir hinir bestu og þegar maður er búinn að setja á sig svefngrímuna (fæst líka í apótekinu) þá er maður einn í heiminum. Það er góð tilfinning.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.1.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband