Flutningabíll ekur í veg fyrir mótorhjól.

Fyrirsögnin:"Mótorhjól rekst á tengivagn" er ekki rétt. Í þessu tilviki voru fimm mótorhjól að koma að austan og fara innri hring í hringtorgið. Var flutningabíllinn þá í ytri hring,líklega á leið suður.Tvö hjól fara út úr hringtorginu en það þriðja lendir á milli bíls og gámavagns sem ekki hafði stoppað þó í órétti væri. Eftir á var haft eftir bílstjóranum að hann hefði séð öll hjólin.En samt hélt hann áfram þó aðeins tvö væru komin framhjá honum. Þótti vitnum sem ökumaður bílsins  hefði haldið áfram í krafti stærðar og tillitsleysis. Hraði mótorhjólsins var innan við 30 km. á kl.Ökumaður mótorhjólsins er að sögn ekki mikið meiddur.


mbl.is Mótorhjól rakst á tengivagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég skil ekki alveg ?

Voru hjólin í innri hring, og beygðu út úr torginu ?

Trukkurinn í ytri hring, og ætlaði framhjá útúrakstrinum, sem sagt beygði til vinstri, fyrir hjólið ?

Reglan er, að ef farartæki í innri hring er fyrir aftan bílstjóra þess er ekið er í ytri hring, á ytri hringur allann rétt, enda hitt farartækið fyrir aftan.

Mér finnst einhvernveginn að hafi hjólið lent á milli bíls og vagns, hafi því verið ekið aftan á bílinn, eða á vagninn eins og segir í fréttinni.

Við hjólakallar verðum að gæta okkur á að kenna ekki alltaf bílstjórum um allt, og gera eins og einu sinni var sagt:

,,Aktu eins og allir aðrir í umferðinni séu óvinir þínir"

Förum varlega !

Börkur Hrólfsson, 28.4.2009 kl. 01:16

2 identicon

Klukkustund er skammstafað klst. en ekki kl. sem er skammstöfun fyrir 'klukkan'.

Viktor (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:27

3 identicon

Vil leiðrétta staðhæfingu Barkar Hrólfssonar um "fullan rétt" í hringtorgum.

Hér eru reglurnar um umferð í hringtorgi samkvæmt 7. prentun bókarinnar "Akstur og umferð - Almennt ökunám, B réttindi", útgefandi er Ökukennarafélag Íslands, 2007:

  • umferð um torg hefur forgang gagnvart þeim sem aka inn á það
  • umferð á  innri hring torgs hefur forgang gagnvart umferð á ytri hring
  • sé ekið á ytri hring fram hjá útkeyrslu er stefnumerki gefið til vinstri og fylgst vel með umferð á innri hring
  • eigi að fara út af torgi á fyrstu útkeyrslu er ytri hringur alltaf notaður 
  • stefnumerki ergefið tímanlega til hægri áður en ekið er út af torgi
Vona að þetta fyrirbyggi misskilning, og ég hvet Börk til að kynna sér námsefni til bílprófs aftur ef hann hefur áhuga á :)

Sínus (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:45

4 identicon

eigi að fara út af torgi á fyrstu útkeyrslu er ytri hringur alltaf notaður.

Hugsanlega hefur þessi regla verið brotin af hjólunum?

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 02:42

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Flutningabíllinn hefði átt að virða reglurnar en bifhjólamaðurinn sömuleiðis að fara extra varlega kringum ferlíkið. Allir í umferðinni eru að reyna að drepa okkur hjólamennina, það er fílósófían sem ég hjóla eftir.

Páll Geir Bjarnason, 28.4.2009 kl. 02:48

6 identicon

Bara taka það fram að þessar reglur útgefnar af ökukennarafélagi íslands eru bara rugl... t.d. með stefnumerki til vinstri þegar þú ert í ytri hring, þetta er hvergi í lögum og er sett þarna inn þar sem þeim finnst þetta eiga að vera svona... ekki hægt að taka mark á þessu rugli í þeim.

Atli Már (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:49

7 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það sem ég átti við, var að ef hjólið lenti aftan við bílinn, hlýtur bíllinn að hafa verið framar en hjólið.

Um akstur í hringtorgum gilda somu reglur og á öðrum götum, þ.e. ef ekið er framhjá útkeyrslu á að gefa stefnuljós til vinstri, og ber farartækjun fyrir aftan að víkja og gefa séns.

En hinsvegar er það sem Páll G. segir alveg rétt, við þurfum að vera sérstaklega á verði gagnvart annari umferð.

Börkur Hrólfsson, 29.4.2009 kl. 00:32

8 identicon

Hættið nú með þetta bull.

Sá sem er í innri hring hefur alltaf forgang. Þetta er ekki bara eitthvað bull í Ökukennarafélagi Íslands, umferðarstofa sér um þessa löggjöf og hér má sjá hreyfimyndir hvernig aka skuli um hringtorg á vefsíðunni þeirra, ökutæki í ytri hring bíður alltaf, sama hvort hann er fyrir framan eða aftan bíl í innri hring.

http://www.us.is/id/2643

Sínus (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband