Góða ferð,kemurðu nokkuð aftur?

Einu sinni var ég með fyrirtæki mitt við hliðina á vernduðum vinnustað. Þar var margt fólk við vinnu og það gerði sitt gagn.Það var einlægt og duglegt til vinnu og var ekkert að plata mann.  En þetta fólk skilaði sínu dagsverki og eitthvað stóð eftir að kvöldi. Það gerði gagn.
  En þennan dreng sem getur bullað og þóst vera að gera eitthvað daga langa sá ég aldrei þar. Kannski bullið hafi komið í veg fyrir að hann fengi vinnu þar. Og nú er séð að hann fari til Feneyja, þá bið ég bara um eitt : Ragnar,ekki segja hvaðan þú ert. Það eru of margir kjánar búnir að "brillera" sem íslendingar í Evrópu. Það er ekki ábætandi.
mbl.is Rómantík og sundskýla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

"En þetta fólk skilaði sínu dagsverki og eitthvað stóð eftir að kvöldi" Notaleg setning Yngvi. Vekur til umhugsunar önnur gildi en þau sem hafa ráðið ríkjum.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það sem "þetta fólk" hefur og við hin höfum oft ekki, er einlægnin og heiðarleikinn. Við getum kannski lært af þeim.

Marta Gunnarsdóttir, 30.5.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband