Færsluflokkur: Bloggar

Töffari.

Það er ekki víst að margir muni eftir þessum. Hann söng þetta lag árið 1971, þá fjörutíu og átta ára gamall. Röddin var dálítið sérstök og man ég glöggt eftir þessu lagi. Heyrði það fyrst í Kanaútvarpinu, í Keflavíkurrútunni á leið suður úr,líklega á kvennafar eins og fyrri daginn.Líka man ég eftir háhæluðu skónum mínum og því hvað ég var mikill töffari þá,eins og þessi.Með næstum samvaxna barta og sítt slétt hár. Ég hefði vaðið meira í kvenfólki ef þær hefðu fattað að ég var að horfa á þær en svo var ekki, ég var nefnilega svo tileygður að þær héldu alltaf að ég væri að glápa út um gluggann. 

 


Í Íran.

Það er verið að sýna þátt um fjölskyldu í Íran. Mér líst bara vel á systemið þarna,kallinn á fjórar kellingar og lætur þær ekki komast upp með neitt múður. Hann var að tala um að tvær þeirra væru fráskildar og þar af leiðandi með þá firru að þær vissu allt. Þannig að hann var að spá í að skilja og fá sér hreinar meyjar í staðinn. Þær væru betri, "Þú segir við hreina mey að það sé komin nótt og þá jánkar hún því.Þú segir henni að það sé kominn dagur og hún jánkar því. Hinar bara rífa kjaft". Það er allt á hreinu hjá þessum kalli. Mér líst bara vel á þetta.Þarf að kanna þetta nánar.

Skríll.

Þá er skríllinn kominn í gang. Mikið hljóta foreldrar þessara ungmenna að vera stoltir af sínum. Pakk. Skítapakk.


mbl.is Mikill viðbúnaður við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Douze points.

 Það var árið 1963 sem belgísk nunna, Jeannine Deckers,gerði þetta lag vinsælt,sló út Bítlana og fleiri af vinsældarlistum það ár. Þetta heyrði ég oft í útvarpinu sem krakki og fór þetta svakalega í taugarnar á mér.Þau voru reyndar mörg sem gerðu það eins og t.d. Hvítir mávar með Helenu en síðar kunni ég betur þessi lög að meta. 
   Systir mín yngri benti mér á þetta lag,hún var bara fimm ára þegar þetta var og ekki við karlmann kennd fremur en nunnan, þá.

 


Kveðja.

Þeir fara allir að lokum, töffararnir.


Í ræktinni.

 

Ég var að koma úr ræktinni og er dálítið þreyttur núna. Er nefnilega ekki vanur að fara eftir vinnu og lenda í erfiðum aðstæðum. Á morgnana þegar ég hef verið, hefur verið fátt um fína drætti hvað kvenfólkið varðar. Í raun er það kvenfólk sem að þarf á ræktinni að halda. En seinni part dags er annað upp á teningnum. Reyndar er eitthvað af konum sem þurfa á ræktinni að halda en á milli geta leynst nokkurs konar gyðjur. Svo var í dag og þess vegna er ég þreyttur. Ég sá hana út undan mér þegar ég kom í salinn, á hlaupabrettinu, án áreynslu með þokka gyðjunnar. Við hlið hennar var laust svo að ég renndi mér þangað og setti í gang.Byrjaði rólega en bætti svo smá í og fljótlega hlupum við þarna , þögul og samstíga. Sá ég fljótt að hún hafði hlaupið góða stund og  greinilegt  að hún er í góðu formi. Þar sem ekki er gott að draga inn magann og hlaupa á meðan þá þreyttist ég fljótlega. En ekki lét ég bera á því og ákvað að gefa ekkert eftir. Sá ég í speglinum að við vorum sem eitt. Þetta minnti á Heathcliff og Catherine í Wuthering Heights eftir Bronté, nema við vorum samsíða.Verst að hún skyldi ekki vita af því. En mikið andskoti hvað hún gat hlaupið lengi.Mér var farið að sortna aðeins fyrir augum og hætti brátt að sjá spegilinn fyrir framan.Ég hægði þess vegna aðeins á því púlsinn var kominn í 180 slög og ég orðinn lafmóður. Reyndi að láta ekki bera á því og stillti brettið á "cool down". Í sama mund slekkur hún á hjá sér og fer að tækjunum til átaka,án þess að blása úr nös. Ég kunni ekki við að fara beint á eftir henni og klára því tímann og reyni að ná andanum áður en ég fylgi henni eftir.Þessar þrjár mínútur sem að við hlupum saman fannst mér sem að við værum ein í salnum en svo var víst ekki. Út um allt voru feitir og sveittir kallar að glápa á hana án þess að vita hvers hún var. Geta þessir bjánar ekki horft á herfurnar sínar eða hvað? En hvað um það,þegar ég var búinn að hvíla mig um stund þá fór ég að tækjunum og fann tæki sem var beint á móti því sem að hún var að æfa í. Ég er vanur að gera hverja æfingu tíu til fimmtán sinnum en gerði aðeins oftar þarna því hún var oft að spjalla við einhverja sem var að spilla fyrir okkur. Í sumum tækjunum gerði ég æfingar allt að fjörutíu sinnum og það í mörgum tækjum sem að ég hef aldrei farið í fyrr. Það er líklega þess vegna sem að ég er svona þreyttur núna. Eftir æfingarnar þá fórum við á mottuna til að teygja.Og þar sem við lágum þarna eftir hamaganginn,næstum hlið við hlið,þá var ég næstum búinn að bjóða henni sígó en gætti að mér,slík var upplifunin. En að lokinni einni teygju hjá mér var hún allt í einu horfin án þess að ég tæki eftir og það án þess að kveðja. Næst þegar ég sé hana þarna þá ætla ég að heilsa henni,athuga hvort hún sjái mig og láta ekki bera mikið á því að ég glápi dálítið. Og endilega vil ég muna líka að missa ekki hökuna niður á bringu þegar ég sé hana.Mér er sagt að ekki líti ég gáfulega út þannig.
  En fallegir verða draumarnir í nótt.


Manstu gamla daga.

Þó að ekki hafi maður verið gamall þegar þetta lag var gefið út, þá eru í minni önnur í svipuðum dúr,mörg þeirra vinsælli en þetta. Þetta lag kom út á fyrstu íslensku 45 snúninga plötunni.Og ekki þurfti upptrekkta strákgutta,blásandi sem að þræddir séu upp á kústskaft til að kynna. Jón Múli og hans nótar gerðu það á rólegan og yfirvegaðan hátt. Alfreð Clausen söng líka: Manstu gamla daga, á þessari sömu plötu.


Nina og Frederik.

Það er miklu auðveldara að koma með svona bloggfærslu en eitthvað djúphugsað kreppuvæl og niðurdrepandi þankagang. (Þankadrepandi niðurgang?)
  Nina og Frederik komu hingað, líklega 1962 og tróðu upp í Austurbæjarbíói. Held ég að systir mín eldri hafi farið á tónleika hjá þeim. Og lengi vel var til plata á heimilinu með þeim.


Jan og Keld.

Það er langt síðan ég heyrði þetta fyrst. Þetta eru fríðleikspiltar.

 


Á Austurvelli.

 

Það voru mótmæli á Austurvelli í dag sem fyrri laugardaga. Allt fór friðsamlega fram sagði í fréttum. Mér finnst allt í lagi að fólk mótmæli þó að ég nenni ekki að flækjast þangað niður eftir í brunagaddi eins og var í dag. Líklega er ég svona latur og værukær að ef svona mótmæli ganga þá er það í lagi mín vegna .Eins ef  þau ganga ekki þá er það líka í lagi mín vegna. Eins og þegar verður rafmagnslaust í blokkinni,þá er alltaf nóg af fólki til að hringja og kvarta,ég nenni því ekki. En það sem er yfirleitt eins á svona fundum eru ræðurnar. Ekki innihaldið, heldur framsagan. Ræðumenn æsa sig og lýðinn og halda að því meiri æsingur,þeim mun meiri árangur. Það getur vel verið rétt en einhvern veginn þá minna þessir ræðumenn á litlu tvistpokana sem sumt fólk kallar hunda. Og skilur eftir í bílnum sínum fyrir utan Bónus á meðan það skreppur inn til að styrkja útrásarvíkingana. Þar sem litlu kvikindin bíða í bílnum, haldandi að þeir séu varðhundar,þá er afskaplega gaman að banka í bílglugga og heyra þá gjamma sig hása,haldandi að gjammið sé eitthvað sem að fólk tekur mark á. Þessi litlu kvikindi mega gjamma fyrir mér.
   Líka ræðumenn á Austurvelli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband