Færsluflokkur: Bloggar

Íslensk klossakelling á flíspeysu.

Ekki þekki ég til þessarar stúlku,Eyglóar Harðardóttur og hefði ekki veitt henni athygli nema fyrir myndbandið sem fylgdi fréttinni. Mér virðist hún ekki átta sig á því hvar hún er.Nema að henni finnist í lagi að vera í ræðustól á Alþingi eins og júfferta í flíspeysu,nýkomin úr tjaldútilegu á Laugarvatni.
mbl.is Í draumi sérhvers manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningarnir frá IMF.

Ég hef ekki verið að væla mikið enn um þessa kreppu. Fer hún dálítið í taugarnar á mér stundum en þó fer öllu meir í taugarnar á mér fólk sem að þykist hafa lausnir á öllu klabbinu. Fólk sem að hvorki ég né aðrir geta tekið mark á þegar eitthvað á bjátar. En nóg um vitleysingana í bili.
   Ég fór að pæla aðeins í þessari fjárhæð frá IMF. Rúmlega tveir milljarðar dollarar eða tvö hundruð og níutíu milljarðar króna. Þetta eru miklir peningar, svo miklir að venjulegur maður veit ekki hvað þetta er mikið.Þetta eru fimmtíu og átta milljónir af  fimmþúsund krónu seðlum. Hver seðill er um það bil eitt gramm og því er þessi upphæð í kringum fimmtíu og átta tonn. Og ef að þessum seðlum væri staflað upp þá yrði staflinn þrjúhundruð og ellefu metra hár. Eiffel turninn er 300 metra hár, án flaggstangar. Ef að drengurinn minn yngsti færi í það með trukki og dýfu og reyndi að eyða svona upphæð,reyndar dálítið fáránleg hugmynd,og myndi eyða einni milljón stykkja af  fimmþúsund króna seðlum á ári(þ.e. fimm milljarðar) þá yrði hann búinn með þessa upphæð þegar hann verður sjötugur. Það er nálægt þrettán komma sjö milljónum króna á dag. Í fimmtíu og átta ár. Hann yrði búinn árið 2066.
Þetta er nú meira bullið, ég er farinn að sofa.


Mjálm.

Hann má nú eiga það hann Ögmundur að málefnalegur er hann alltaf.Ég átti einu sinni kött sem að var svona,alltaf mjálmandi og enginn skildi.
mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutdrægur?

Ég held að ég hafi heyrt höfundinn segja að hann væri ekki "hlutdrægur" við ritun þessarar bókar.Hann talaði í fimmtán til tuttugu stundir við Ólaf Ragnar og skrapp til London til að tala við Dorrit, sem minnst er á jafn oft og Davíð Oddsson í ágripi bókarinnar.Þó Davíð eigi kannski upp á pallborðið hjá þjóðinni sem stendur, þá er hann það stór hluti af þessari bók að ekki hefði verið vitlaust að ræða í smátíma við hann.En það hefði kannski ekki verið gott í lofræðunni.
mbl.is Tjái mig ekki um einstök efnisatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Oh my God".

Það er greinilegt að ekki hefur þetta fólk sem að velur á þennan lista verið í Kópavogslauginni þegar ég spranga þar um bakka á leið í pottinn. Þar súpa konur hveljur þegar maður gengur hjá.

P.S.

Gaman að sjá að útlenskar kellingar kunna að stama á íslensku.


mbl.is Hugh Jackman kynþokkafyllstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki óeðlilegt.

Það er ekki skrýtið að drengirnir skilji ekki þjálfarann,þetta eru fótboltadrengir.Færni með bolta hefur ekkert með gáfur að gera.
mbl.is Éta óhóflega og skilja ekki Ferguson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundleiðinlegt.

Það er kannski ljótt að segja það en skyldi einhverjum sem að dó í síðustu eða þar síðustu viku,ekki bara vera feginn að vera laus frá þessu þvargi. Það er að æra mig óstöðugan allt það bull og þau leiðindi sem "besserwisserar" þvaðra um í útvarpi, skrifa um á bloggi og í blöðum. Og flestir segjast vera með lausn á því hvernig á að leysa málin. Nú getur vel verið að einhver leikskólakennari, vörubílstjóri eða "listamannsleikarasöngvari" hafi snilldarlausn en ég efa það. Ég og fólk af þessu "caliberi" höfum ekki lausnir í svona málum.Og allra síst þeir sem að gapa hæst.Ég hef allavega ekki heyrt þær. Og ekki eru fréttahrægammarnir bestir,með sjálfsánægjuna stillta á 100 þegar venjulegur maður er með 10. Er nema von að að fólk nenni ekki að tala við þá. En sem sagt, það er allt hundleiðinlegt, kreppan,mótmælendur,meðmælendur,Davíð,Steingrímur J,Hörður Torfa og allir hinir sem eru ekki neitt.

En svona aðeins til að gleyma sér smá stund, þá er ágætt að kíkja á Dirch Passer smá stund,það þarf ekki að kunna dönsku:

http://www.youtube.com/watch?v=NRc6SVEVvVk


Var eitthvað óljóst?

Var eitthvað óklárt með þetta þegar Skjár 1 var stofnaður? Vissu menn ekki að það voru auglýsingar á RÚV þá? Var ekki gert ráð fyrir að á brattann væri að sækja og auglýsendur myndu koma ef að dagskrá yrði góð?Hvað með þá sem að auglýsa,eiga þeir ekki að hafa eitthvað um þetta að segja? Eða á bara að gefa þeim kost á undirmálsstöðvum með litla útbreiðslu til að auglýsa á? Ef að forstöðumenn Skjás 1 eru eitthvað ósáttir við gang mála í dag, þá bara hætta þeir.

P.S. Ég var búinn að gleyma hvernig stillimyndin lítur út. Hún er síst verri en margt af þessu íslenska efni sem hefur verið á Skjánum.


mbl.is Stillimynd á SkjáEinum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann þarf trúlega að "Bjarnast".

Það má bara ekkert. Það er ekki skrýtið að kallinn,ljótur sem erfðasyndin, hafi misst stjórn á fálmurunum þegar svona gella gengur hjá. Ekki þurfti Valgerður að hafa áhyggjur af svona þukli en varð þó einum til afsagnar.

 

ant


mbl.is Danskur ráðherra sakaður um kynferðislega áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skríll.

Ekki er ég ánægður með ástandið eins og það er þessa dagana. En ég veit að ekki skánar það við að kasta eggjum og jógúrtdollum á Alþingishúsið. Er þetta allsgáð fólk eða eru bónusheilarnir að smita svona út frá sér? Er meiri múgsefjun og meiri skemmdarverk á næsta leiti? Heldur þetta fólk að eitthvað lagist við að skemma opinberar eigur? Heldur þetta pakk sem að skipuleggur þetta og fær börn til að bera skilti, sem að á stendur: "Hættum að borga", að það sé gáfulegast í stöðunni? Yrði þetta fólk ánægt ef að ég kæmi heim til þess og grýtti eggjum og jógúrt á glugga þar?

hang

Er þetta næst hjá skrílnum?


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband