Færsluflokkur: Bloggar

Sigmar er fínn í Útsvari.

Eftir frammistöðuna í Kastljósi  kvöldsins, þá sé ég að Sigmar er alveg á réttum stað sem stjórnandi í spurningaþætti.


Graskæfa.

Mér var bannað að leika mér með matinn þegar ég var yngri. Ég vissi ekki að það væri farið að keppa í og veita verðlaun fyrir svoleiðis leikaraskap. Það væri kannski gáfulegra að kenna matreiðslumönnum að enginn verður saddur af nánasarlegum  kjöttutluskammti  með sjö bauna skrauti og "graspaté".
mbl.is Kokkalandsliðið fékk gull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, Puffinburger var það.

Eru grunnskólakrakkar í starfsþjálfun á fréttadeild mbl.is núna?
mbl.is Afinn var grunaður um mannránið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður.

Sparnaður í kreppunni. Mér datt alveg bráðsnjallt sparnaðarráð í hug. Og þar sem ég er ekki nískur á ráð eða annað, þá kemur það hér. Ég ætla ekki að kaupa brennivín eða sígó það sem eftir er af árinu. Það er hægt að spara stórpening svoleiðis og á ég von á því að vera sterkríkur um áramót.


Bréfaskriftir.

Það er eflaust ágætt að fá stuðning þessara kalla,þó enginn þeirra sé eitthvað utan Ashkenazy. En í hverju er þessi stuðningur fólginn? Bréfaskriftum?
mbl.is Styðja Tónlistarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyngdarlögmálið.

Er ekkert talað um þyngdarlögmálið í meiraprófinu?
mbl.is Tankbíll valt við Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerti og spil.

Nú les maður svo mörg kreppublogg að maður verður bara eins og uppblásinn kútmagi með tilheyrandi ólykt að innan. Því ekki er það á mínu færi að setja hönd undir kinn,verða spekingslegur og leysa heimskreppuna eða koma með tillögur í þá áttina eins og t.d. eftirfarandi sem að ég sá:

.....Nú þarf fólk að fara að vakna og það strax. Mér sýnist sem menn átti sig ekki á fyrir hvað Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eða IMF stendur
.....
.....Svo er nú komið fyrir þjóðinni í lok útrásarinnar, sem margir lofuðu í bak og fyrir, að þjóðin þarf að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins......
......Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjallar í grein í Morgunblaðinu í dag um tækifærin sem felast í nýliðnum atburðum til að staldra við og endurmeta það sem skiptir máli.....
   
    Nei, svona færleika á ég ekki til. Þess vegna fór ég með guttanum í Kringluna í gær til að kaupa jólagjafir. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.


Skærur?

Það er greinilegt að ekki fara saman gáfur úr milljón og gáfur í daglegu lífi. Var það ekki svona sem gert var í vestrinu ,múgurinn æsti sig upp og hengdi bakara fyrir smið? Nema að hér er allt eins og hjá aumingjum,máttlaust. Internationalinn? Maður fær kjánahroll.
mbl.is Mótmæli á Arnarhóli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spenningur?

Það verður erfitt að sofna í kvöld.Ég er að farast úr spenningi. Einhver spjallþáttastjórnandi ætlar að fá Björn Jörund í heimsókn annað kvöld. Ég get bara ekki beðið. Ég dáist að frumleikanum.
   En svona grínlaust,er ekki búin að vera nóg eymd og volæði hér upp á síðkastið? Er ábætandi?

Fífl?

Það er nú ekki gaman þessa dagana og ekki ætla ég að blogga neitt um svokallaða kreppu. En alltaf er eitthvað sagt sem framkallar bros og maður veit að er rétt.
mbl.is „Opinn" hljóðnemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband