Færsluflokkur: Bloggar
6.10.2008 | 20:56
Aðgát skal höfð....
Ég ákvað þegar ég byrjaði að skrifa hér að gera það undir nafni,því mér leiðist þegar fólk skrifar nafnlaust. Ég var að skrifa í dálk hjá Eyjagoðinu Agli,sem að er í vinnu við að blogga. Og þar sem að ég féll ekki á kné og var sammála heldur var með pillu um,að ekki væri hann stóridómur en hitti þó stundum á réttu spurningarnar. Einnig spurði ég hvernig hann nennti að hafa opið fyrir nafnlausar athugasemdir,var mér með það sama hent út. Það er í lagi mín vegna, en skemmtilegra væri að fá svar.
Ég man ekki hvort það var á Vogi eða Sogni, sem hann svaraði mér alltaf er ég innti einhvers.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2008 | 12:08
Afmæli.
Ég skrapp niður á fæðingardeild fyrir tuttugu og fimm árum,þar sem móðir barnanna minna hafði legið í vellystingum í fjórar vikur. Ég man ekki alveg klukkan hvað það var en eftir rúmlega sólarhrings læti í konunni (það kallast víst hríðir) fæddist okkur dóttir. Var ég viðstaddur þessa athöfn þar sem voru notuð allskonar verkfæri eins og tangir,felgujárn og loks sogklukka sem að náði þessu að lokum. Leist mér ekki neitt sérstaklega á frumburðinn í glerkassa svona til að byrja með. En í dag er ég afskaplega stoltur af henni.
Til hamingju með daginn Helga Dögg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2008 | 21:37
Sparnaður.
Og þar sem ég er ekki einn af þessum gáfuðu,ætla ég engu að bæta þar um. Ég er aftur á móti með smá ráð um sparnað. Ein bensínsalan auglýsir tveggja krónu afslátt á bensínlítra. Ef að maður á bíl sem að eyðir 10 lítrum á hundraðið og fer tuttugu hringi í kringum Ísland á svo ódýru bensíni, þá sparar maður fimm þúsund kall. Það munar um minna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 18:59
Hrægammar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 19:55
Bláedrú.
Það er auglýstur hátíðar - og baráttufundur SÁÁ í blaði í dag. Ég væri alveg til í að fara því alltaf er gaman að hlusta á Þórarinn Tyrfingsson en þegar ég sá að Jón Gnarr yrði fundarstjóri og Kristján Jóh., Bubbi, Páll Óskar og fleiri sem að ég þekki ekki yrðu til "skemmtunar" þá hætti ég við. Hérna áður fyrr þurfti nefnilega minni leiðindi en þetta sem tilefni til að detta í það. Og ég hef ekki ráð á því að detta í það núna.Verð bara heima og horfi á "How to look good naked" og annað álíka gæðaefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 08:55
Englar?
Skyldu hinir alvísu og vammlausu éta upp sitt hneykslunargubb?
![]() |
Drógu umsóknir til baka eftir húsleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 08:38
Greyið.
Ekki veit ég hvenær bloggið byrjaði en fullt af fólki tjáir sig hér,sem hefði ekki að öðrum kosti skrifað orð á blað. Þegar svo margir fara af stað þá má búast við allskonar ambögum, sem að einn étur upp eftir öðrum. Það er eitt orð sem að hefur upp á síðkastið verið vinsælt á kerlingabloggunum og apar það hver eftir annarri. Þetta er orðið "húsband", sem að einn bloggari notar öðrum fremur,oft,enda með ritræpu. Þetta er orðskrípi og bloggarinn virðist vera víðförull í mannheimum og hefur átt fleiri en eitt "húsband". Núverandi "húsband" á örugglega bágt. Greyið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2008 | 17:28
Óþolandi yfirgangur.
Svona lagað gengur ekki.
![]() |
Styðja dómsmálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2008 | 19:37
Nöldrari.
Jæja,þá er maður búinn að prófa lambahrygg með grænum aspas,maís og sterkri karrísósu. Þetta var ekki alveg eins og hjá mömmu en karrísósa með hrygg er sérstakt.
En að öðru. Stöð tvö er alltaf með "besta efnið" og áðan var talað um að taka forskot á sæluna,þ.e. að sjá smá brot úr þættinum "Logi í beinni". Sérhver er nú sælan,að fá enn einn viðtalsþáttinn með tveimur eða þremur viðmælendum, sem eru búnir að tröllríða fjölmiðlum hér með mislöngum hléum og svo misgóðar hljómsveitir til að syngja eitt lag.Illa klæddir hljómsveitameðlimir eru ekki og hafa ekki verið augnayndi til að sýna í sjónvarpi,í besta falli er hægt að hlusta á þá í útvarpi.Ekki er heldur skárra að hlusta á misgáfulegar spurningar til þeirra sem að nenna að mæta og allir eru svo "skemmtilegir". Má ég frábiðja mér slíka sælu.
Rosalega getur maður nöldrað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 10:19
Alvöru.
![]() |
Palin minnt á fund með Ólafi Ragnari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)