Færsluflokkur: Bloggar
22.9.2008 | 14:02
Með stæl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2008 | 07:46
Er rangt greint?
![]() |
Byr sameinast Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 09:22
Á óræðum aldri.
En aftur að konum. Bráðum á dóttir mín afmæli. Og systur mínar einnig og sambýliskona.Hvað þær verða gamlar er ég ekki klár á. Sambýliskonan átti stórafmæli fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að telja upp á nýtt.Dóttir mín verður annað hvort tuttugu og fimm ára eða þrítug.Ég man nefnilega ekki hvort ég var tuttugu og fimm ára eða þrítugur þegar hún fæddist. Og þegar að systrunum kemur þá vandast málið. Yngri systir mín fagnar bráðum stórafmæli, sem að ég veit ekki hvernig er hægt,því að sú eldri er umtalsvert yngri en ég, að sögn.Hvernig á þá sú sem að er yngri en ég að vera allt í einu orðin eldri en sú eldri og þar af leiðandi eldri en ég,sem að er eldri? Ég skil þetta ekki, enda er þetta tómt rugl.
Ég kaupi kannski djúpsteikingarpott fyrir þær í afmælisgjöf. Allavega sambýliskonuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.9.2008 | 20:41
Nóg að gera.
Ég hef búið með fjölmörgum konum um ævina. Og man nú ekki eftir þeim öllum en tvær síðustu eru ofarlega í minni.Þessi sem ég bý með núna er með flesta hluti og aðgerðir í sambúðinni á hreinu.Og er ég bara ánægður með það. Mér finnst t.d. nóg að hugsa bara um sjálfan mig,og hjálpar hún til með því að hugsa líka um mig. Við höfum svipaða sýn á forgangsatriðin. Ég hugsa um mig,vinnuna og mótorhjólið.Hún hugsar um mig,vinnuna og heimilið.
Og það er hún, sem er búin að átta sig á hver er aðalatriðið á heimilinu.Og það er hún, sem fer í Riverdans á morgnana við klósetthurðina meðan ég sinni mínu fyrir innan.Og það er hún, sem lagar kaffið sem ég drekk þegar ég er búinn þar. Og það er hún, sem kaupir inn, ég keyri það heim. Og það er hún, sem eldar,ég borða.Og það er hún, sem vaskar upp,ég fylgist með veðrinu í sjónvarpinu.Og það er hún,sem ryksugar og af ég verð svo þreyttur í miklum hávaða, gerir hún það þegar ég er ekki heima.Og það er hún, sem þrífur,ég blogga. Og það er hún, sem straujar gallabuxurnar og sokkana mína,ég geng í þeim.Og það er hún,sem kaupir ísinn,ég borða hann.
Og ég? Ég keyri hana í vinnuna,snemma, fer svo heim og legg mig í smástund áður en ég fer í sundið og vinnuna. Og eftir vinnu fer ég aðeins upp í klúbb og spjalla við strákana.Og sæki hana svo í vinnuna.Og eftir alla þessa keyrslu með hana út og suður er ég yfirleitt orðinn dauðþreyttur.
Þá er gott að koma heim og fá sér smá kríu fyrir matinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.9.2008 | 08:17
Við rúmstokkinn.
![]() |
Ásdís Rán tekur það rólega næstu mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 15:41
Í sundi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 19:35
Fréttablogg # 1.
Ég held að ég haldi mig bara til hlés sem hingað til á blogginu,komi einstaka sinnum með óþarfa athugasemd.Athugasemd sem að jákórarnir lesa en skilja ekki,ekki fremur en finnskuna á tannkremstúpunni,vegna þess að ég er ekki alltaf sammála jákórunum.
Já, ég læt stórbloggurum það eftir, að útskýra fréttirnar fyrir pupulinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 19:33
Stuttur í dag.
Ég var búinn að semja langan pistil um leiðinlega íslenska "gaman"þætti og sjálfsánægt fólk á Stöð 2. En ég eyddi honum því að þetta dót er ekki þess virði að nöldra um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2008 | 22:07
Læti á blogginu.
Það eru stundum læti í kringum mann. Mér hefur aldrei þótt gaman að slíku.En ekki verður við öllu séð og þegar að svo verður þá finnst mér ekki gaman. Er þetta eitthvað sem að ég hef burðast með frá æsku og einhverra hluta vegna þá skortir mig þess vegna stundum þor til að taka afstöðu.
Nú eru einhver læti hér á blogginu sem að virka ekki vel á mig og vona ég að það leysist farsællega. Ekki vil ég taka nánari þátt í þessu upphlaupi en ég hef þegar gert og vona að það verði ekki tekið óstinnt upp. Og þó að tekin hafi verið ákvörðun, sem að ekki þykir góð, þá þættu mér menn meiri, ef að ekki færu þeir fram með gífuryrðum en styddu sína konu með öðru en upphrópunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2008 | 22:41
Kvöldmatur.
Ég er stundum dálítið matvandur,sérstaklega þegar ég sé hvað er mallað. Og þar sem að ég bý núna, þá get ég búist við að fá ýmislegt á borð sem að er öðruvísi en var hjá mömmu. Og stundum fæ ég ekki að vita fyrirfram hvað er í matinn og þá borða ég það sem að fyrir mig er borið.Og ef að það er ekki gott þá borða ég lítið og svo minna af því næst,þangað til að það er ekki haft aftur. Og veit ég þá ekki alltaf hvað það var. En á næstunni ætla ég að hafa varann á, ég nefnilega fann þessa dós uppi í skáp og ekki veit ég hvað er búið til úr þessu en það verður búið til. Bon appetit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)