Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2008 | 05:08
Milljón.
![]() |
Harma framgöngu forsætisráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.9.2008 | 22:04
Á rauðu ljósi.
Þar sem að ég er athafnamaður og þarf oft að vera á ferðinni, þá kemst ég ekki hjá því að lenda í ýmsu í umferðinni. Í dag þurfti ég að bíða á ljósum og sá þá kvenmann í næsta bíl vera að tala í símann. "Já, talaðu bara, þú ættir frekar að einbeita þér að akstrinum í stað þess að vera að þessu blaðri". Hún heyrði náttúrulega ekkert í mér en ég læt svoleiðis smáatriði ekki stoppa mig. "Heldurðu virkilega að þú sért gáfuleg með símann á eyranu, ég er viss um að þú átt eftir að keyra á". Nú leit hún á mig og hélt áfram að tala. "Bla,bla,bla, það er að koma grænt brussan þín,hættu að tala og vertu tilbúin" Áfram lét hún sem að hún heyrði ekki aðfinnslur mínar. Ég þoli ekki svona fólk. Það er svona fólk sem að skemmir fyrir í umferðinni og tefur fyrir öðrum ökumönnum. Nú var að koma grænt ljós og hún keyrði af stað með aðra hendi á stýri. "Ja, þú átt eftir að lenda í einhverju,svona fólk á ekki að hafa próf" sagði ég og ætlaði að taka af stað en þess í stað þá drap ég á bílnum því að ég hafði gleymt að taka úr fjórða gír á meðan ég hneykslaðist á stelpugopanum. Meðan ég skipti um gír þá hringir síminn minn og ég drep aftur á bílnum í fátinu, svara: "Já,ég er á leiðinni, það er bara svo mikið af vitleysingum í umferðinni að maður kemst bara ekkert áfram,ég verð kominn eftir fimm mínútur" sagði ég og lagði á. Ég tók bílinn úr gír og beið aftur eftir grænu.
Kjaftatífan var náttúrulega löngu farin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2008 | 21:36
Úti í Eyjum.
Ég er búinn að nöldra svo mikið undanfarið að ég er alveg kominn með upp í kok. Smá tilbreyting núna.
Þegar ég var átta eða níu ára var mér boðið í nokkra daga til Vestmannaeyja.Ekki er mikið um minningar frá þessu en þó.Sá sem að bauð mér er kallaður Keli og hafði ég kynnst honum er hann var kaupamaður í Neðra Dal í Mýrdalnum. Móðir mín hafði verið þar sem ráðskona um tíma með okkur systkinin,líklega vegna húsnæðisvandræða. En aftur að Kela. Man ég óljóst eftir ferðalaginu til Eyja en farið var frá Þorlákshöfn með Herjólfi. Það hefur líklega verið Herjólfur hinn fyrsti. Keli bjó þá í foreldrahúsum að Vallargötu 18. Þar var móðir Kela,Anna, afskaplega góð kona, sem að vildi alltaf að ég borðaði vel. Faðir Kela, Sigurjón,sem að átti og keyrði vörubíl og systir, Sigga,en hún lést ung. Man ég ekki eftir fleirum þar á heimili.
Það er ýmislegt að minnast frá þessari dvöl en ansi er það gloppótt. Þarna var maður kominn í aðrar aðstæður en á heimaslóð og vitaskuld var ég sendur út á fótboltavöll,sem að var hinu megin við götuna. Ekki var spurt hvort að mér þætti gaman að fótbolta (sem að mér hefur aldrei þótt gaman af) heldur átti ég að vera með. Og ágætlega var tekið á móti mér á vellinum en heldur þótti mér þeir seinir að hlaupa.Einnig man ég að þeim gekk illa að segja hvaðan ég var. Kópvogingur, kópur eða þaðan af verra. Ekki fór ég oft á fótboltavöllinn, enda þótti mér skemmtilegra að flækjast með Kela. Keli rak eða vann í sjoppu og var afskaplega gaman að koma þangað. Þar gat maður fengið Jolly Cola og gott ef ekki Mirinda líka. Nóg var af namminu líka og minnir mig að vel hafi verið veitt af því. Fékk að pakka með honum poppkorni í plastpoka en ekki mátti blása í pokana til að opna þá betur, eins og mér þótti það góð hugmynd sem að flýtti fyrir. Eitthvað var ég að flækjast úti fyrir sjoppunni sem að líklega hefur verið niðri í bæ og sá þar einn sem að mér leist ekki á. Sá var þarna á vappi og held ég að hann hafi heitið Púlli. Er hann sá eini af Eyjamönnum fyrir utan heimilisfólk sem að ég man eftir að hafa hitt. Hef þó örugglega hitt fullt af prýðis fólki.
Á heimilinu var hugsað vel um mig og man ég enn er húsmóðirin trúði því að ég væri pakksaddur er ég sagði svo en það var bara af því að það var fiskur í matinn en seint varð maður saddur af namminu í sjoppunni.
Heimasætan var eitthvað að fikta við að reykja á þessum tíma og fór afsíðis ef að svo var, þegar að einhver kom í heimsókn. Þótti mér það skrýtið þar sem það þótti sjálfsagt að reykja á mínu heimili. Eitthvað var Keli að bardúsa með lunda þarna,líklega hefur hann verið að hamfletta því að þarna sá ég lundalús í fyrsta sinn. Ekki er nú mikið meira í minninu frá þessari Eyjaför en ég þótti sigldur meðal félaganna þegar ég kom aftur í Kópavog.
Takk fyrir mig,Keli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2008 | 20:39
Var fullbókað?
Það hefur kannski verið fullbókað á Saga Class.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 08:17
Ekki ég.
![]() |
Tveir teknir fyrir ölvunarakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 15:14
Fálkaorða.
![]() |
Ramses kemur í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.8.2008 | 21:25
Sætur sigur.
Núna er yngri sonur minn tólf ára. Þegar ég var á hans aldri þá heyrði ég viðtal eða las, við mann sem að hafði unnið silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 1956. Það eru rúmlega fjörutíu ár síðan. Frá því að ég var tólf ára hef ég heyrt eða lesið viðtal um þetta afrek árlega eða því sem næst. Síðast ekki alls fyrir löngu. Og þetta var bara ein "medalía".
Í dag vann handboltalið okkar sér rétt til að leika um gull eða silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Kína. Það verða því fjórtán "medalíur" sem að koma heim í það minnsta.Það verður þá tilefni til fjórtán viðtala á ári,kannski tvö til þrjú á ári við þá frægustu. Þegar umræddur sonur minn verður kominn á minn aldur, þá hefur hann,ef áhugi er fyrir hendi,getað hlustað á eða lesið meira en áttahundruð "medalíuviðtöl" ef að eins verður farið að.
Ég finn til með stráknum.
En góðar óskir héðan um velfarnað í næsta leik, til "strákanna".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 15:49
Mannvonska?
Í júlí sl. var mikið um að vera í máli Ramses og fóru fjölmiðlar og þá ekki síst nöldurbloggarar mikinn um mannvonsku yfirvalda og þá sérstaklega Björns Bjarnasonar. Ekki var allt þar sagt af viti né kurteisi.Varðandi blaðamenn og viðtalssnapara þá skil ég ósköp vel að Björn vilji ekki tala við blaða- og fréttamenn nema í beinni útsendingu.
Eftirfarandi er tilvitnun í blogg Björns og ekki er málskrúðinu fyrir að fara en sagt það sem segja þarf:
Miðvikudagur, 23. 07. 08.
Sigmar Guðmundsson ræddi við mig í Kastljósií kvöld og snerist samtal okkar að mestu um lögreglumál en einnig var minnst á evruna og Paul Ramses, frá Kenya, en ég sagði niðurstöðu í máli hans að vænta hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst.
Látið er í fjölmiðlum eins og einhver hægagangur sé á máli Pauls Ramses hjá ráðuneytinu. Það á ekki við nein rök að styðjast. Málið barst ráðuneytinu 9. júlí með kæru lögmanns Pauls, hún fór til umsagnar útlendingastofnunar daginn eftir, fimm dögum síðar barst umsögn stofnunarinnar og daginn eftir, 16. júlí, var hún send lögmanninum til umsagnar. Þetta er hefðbundið ferli stjórnsýslukæru en hraðinn er meiri á málinu en venjulega. Að fengnum þessum gögnum tekur ráðuneytið ákvörðun um næstu skref.
![]() |
Lögmaður Ramsesar þakkar ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2008 | 19:31
Gáfnakönnun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.8.2008 | 22:25
Hæglátur afreksmaður.
Til hamingju með þennan áfanga. Þetta heitir að láta verkin tala.
![]() |
Benedikt synti Drangeyjarsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)