Færsluflokkur: Bloggar

Rassbögur.

 

Í gegnum tíðina hef ég reynt að skrifa og tala rétt mál. Hefur það gengið þokkalega en ekki er ég heilagur í þeim efnum fremur en aðrir. En þágufallssýki,óþarfa stafsetningarvillur og aðrar þessháttar ambögur leiðast mér.Þetta virðist vera eitthvað feimnismál sem að ekki má  minnast á, því þá er litið á það sem persónulega árás.Í gær heyrði ég í manni sem er að reyna við Ermasund eitt skiptið enn og í reyndar nú búinn að fresta.Hann talaði um nýjan útbúnað við "næringartöku". Ég fæ alltaf kjánahroll þegar ég heyri í svona snillingum. Það er nú kannski aðeins ofgert, en allar þessar rassbögur eins og "já sæll" frasar, sem og "út í hróa" og fleiri rangmæli geta endað á svipaðan hátt og hjá Dönum eins og sést í myndbandinu sem að ég fékk lánað hjá honum Ingó


Krassófóbía.

Helv... bloggleti er þetta. Ég hef ekki nennt að blogga upp á síðkastið aðallega vegna þess að ég var búinn að gleyma í hverskonar veðurparadís ég á heima. Hér hefur sólin skinið á pöpulinn daga langa og loka hefur þurft götum til þess að fólk fái notið veðursins.En það er nú bara niðri í bæ þar sem að dásemd miðbæjarins kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo eða þrjá öllara.En það er önnur saga og ekkert skemmtilegt að skrifa um miðbæinn. Ég hef aðeins verið að byrja aftur á hjólinu og gengur það bara þokkalega. Er búinn að fara nokkur skipti með strákunum og er það einkennilegur andskoti að alltaf þarf ég að vera fyrstur.Ég var fyrstur af fjórum þegar ég lenti á bílnum og enn er ég hafður fyrstur. Það er kannski vegna þess að ég er vanur að lenda framan á bíl eða að þá langar til að sjá þetta aftur. Það er ekkert verið að athuga hvort maður sé með "krassófóbíu". Nei, líklega er ég ekki með hana en ég held að ég sé hafður fyrstu af því að þeir eru orðnir svo gamlir, að fyrir utan planið, þá rata þeir illa vegna elli.Enda fer allt í vitleysu hjá þeim ef að ég gleymi að gefa stefnuljós eða fer lengra en fimmtán kílómetra frá klúbbnum.
En ég skal vera fyrstur.


Kjánar.

Íslensk fífl eru ekki bara á jörðu niðri.
mbl.is Flugbann ekki virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lasinn.

Dóttir mín sendi mér þetta myndband til sýna samhug með mér í veikindum mínum í gær. Ég vissi ekki hvað svona plága var kölluð fyrr en núna.

 

 


Klossakerlingar.

Þetta kemur ekki á óvart. Ég er búinn að vera að kíkja eftir flottum gellum hér um árabil og fáar séð. En þetta tímarit ætti að birta lista yfir hvar eru flestar flíspeysu- og klossakellingar, þá myndum við vinna.
mbl.is Fegurstu konurnar ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

112.

 

"112, góðan dag".sagði stúlkurödd.
"Geturðu sent mér sjúkrabíl hingað upp í Breiðholt"? spurði ég.
"Hvert er heimilisfangið"? var spurt. Ég sagði henni það.
" Og hvað er að "?
"Ég er að deyja" sagði ég klökkur, eins allir verða í jarðarförinni minni.
"Deyja"? mér heyrist þú nú bara vera nokkuð hress" sagði stúlkan.
"Það er ekkert að marka"sagði ég, "mér er alveg skelfilega heitt og er alveg ofboðslega þreyttur".
"Ertu ekki bara með hitavellu" sagði stúlkan, "ertu búinn að mæla þig"?
"Mæla mig? Hverslags er þetta,trúir þú mér ekki"? sagði ég,heyrði hún ekki að ég lá banaleguna. Ég, sem að var búinn að gera allt klárt,taka úr lás svo sjúkrakallarnir kæmust inn og taka til kók til að hafa á leiðinni.
"Mældu þig og fáðu þér magnyl og þú verður orðinn góður í fyrramálið" sagði stúlkan og skellti á.
Svona kellingar! Ég skal sko sýna henni. Fór og fann mæli og mældi. Það var eins og ég vissi, ég var við dauðans dyr, 39,1. Við að sjá á mælinn þá versnaði mér öllum og það var rétt svo að ég gat hringt aftur.
"112, góðan dag" sagði stúlkurödd, það var ekki sú sama. "Get ég fengið að tala við karlmann, ég vil fá að tala við einhvern sem að skilur mig".
"Það eru bara kvenmenn á vakt" sagði stúlkan " hringdirðu áðan"?
"Já" sagði ég aumlega, "ég er rosalega veikur, með þrjátíu og níu eina, getið þið sótt mig"?
"Sækja þig? til hvers og hvert ætlarðu að fara"?
"Ég þarf að komast á spítala,þá er kannski hægt að bjarga mér" sagði ég og reisti mig upp í rúminu. "Hefur þú einhvern tíma orðið svona veik" sagði ég og var nú farið að þykkna í mér. "Heldur þú að fullfrískt fólk sé uppi í rúmi klukkan fjögur á daginn í svona veðri? Nei, það er bara dauðvona fólk" sagði ég.
"Þetta er einhver umgangspest sem að þú hefur gripið upp" sagði stúlkan "vertu bara uppí þangað til á morgun og þá verður þú orðinn betri".
"En er ekki öruggara að koma og athuga mig" sagði ég og var orðinn pirraður á skilningsleysi hennar.
"Hringdu á morgun ef að þér versnar" sagði hún og lagði á.
Ég átti ekki til orð yfir svona trakteringar.Það verður bið á því að ég hringi aftur í 112.

Ég ætla sko ekki að fara að gera þessum stelpum það til geðs að fara að drepast núna.Ef að maður væri ekki karlmaður og gæti ekki harkað af sér nokkrar banalegur, þá litist mér nú illa á ástandið í þessu þjóðfélagi.


Bíbb bíbb.

Ég fór með bílinn minn á verkstæði í morgun og þegar ég sótti hann þá sagði verkstæðiskallinn: "Ég gat ekki lagað bremsurnar hjá þér svo að ég setti bara háværari flautu í staðinn".
Það er ekki víst að ég tali við þennan aftur.

Byssuleyfi.

Flesta morgna keyri ég um það bil tuttugu kílómetra hér í borginni. Ef ég er á ferðinni uppúr kl. fimm gengur þetta vel en uppúr kl. sjö er þetta erfiðara. Það er eins og fullt af fólki haldi að vinstri akrein sé búin sér staklega fyrir það og í lagi sé að druslast þar um löturhægt, öðrum til ama og leiðinda. Ég sá bíómynd með Michael Douglas fyrir þrettán til fjórtán árum,sem að hét Falling Down og fjallaði hún um mann sem að var orðinn þreyttur á aulahætti samborgaranna og skrapp út um hádegisbil með byssu og fretaði á hina leiðinlegu. Ég fann fyrir mikilli samkennd þegar ég sá þessari bíómynd, því að ekki eru færri fífl hér en í L.A.
   Kannski maður fari að athuga með byssuleyfi.


Rúsínur.

Ég var búinn að pæla alveg rosalega gáfulegt um ísbjörn og fleira sem að brennur á mér og allri þjóðinni (bloggurum). En svo gleymdi ég því öllu því ég þurfti að koma við í Nettó og sá þar súkkulaði  húðaðar rúsínur á tilboði. Tvöhundruð áttatíu og níu krónur pakkinn, kjarakaup. Bara fimmhundruð sjötíu og átta þúsund krónur tonnið. Það er eins gott að ég er á "steisjon".


Í lauginni.

Við feðgarnir förum yfirleitt í sund á hverjum degi. Og oft endum við í Árbæjarlauginni sinni part dags eða að kveldi. Flest skipti sem að í laugina er farið þá þekki ég engan en nú brá svo við að ég kannaðist við einn. Var það Björgólfur Thor með guttann sinn. Fór bara vel á með okkur Björgólfi. Þ.e. ég yrti ekki á hann og hann ekki á mig. Ég var að reyna að segja mínum frá ríkidæmi Björgólfs en það gekk ekki vel þar sem að fimm þúsund kall er ríkidæmi á þeim bænum. En eitthvað gerði drengurinn sér grein fyrir ríkidæminu þegar ég sagði að Björgólfur gæti líklega keypt sér eins og hundrað Árbæjarlaugar og eins og eina Smáralind með. Og væri nýbúinn að kaupa hús á sex hundruð millur."Vá"sagði sá stutti "heppinn krakki,af hverju átt þú ekki svona mikla peninga''?  Ég var nú kominn á hálan ís,dauðsá eftir að hafa komið mér í þessa stöðu og brá á vörn. "Ég á nú ýmislegt" sagði ég og .... "Jæja, eins og hvað"? Ég á nú fyrirtækið" sagði ég. "Það er nú svo pínulítið" kom þá. "Og ég á líka Hallann"sagði ég og var ekkert að útvarpa því að Björgólfur hefði látið smíða fyrir sig nokkurra milljóna króna hjól í Þýskalandi. "Hann á örugglega Hummer eða Lincoln jeppa og þú bara á Corollu" hnussaði þá í stráknum. Ég sá að þetta gekk ekkert og lét hann hafa það: "En ég er mótorhjólatöffari en ekki hann".Það kom dálítið sérstakur svipur á strákinn og ég held að hann hafi séð að ég hafði unnið leikinn svo að ég sagði:"Við skulum koma í Nóatún og kaupa okkur ís til að geta búið okkur til sjeik í kvöld". Hann samþykkti það og málið var látið niður falla.
  Ég var ekkert að benda honum á Björgólf,sem að á einhverjum rándýrum,forljótum jeppa,renndi framhjá um leið og við gengum inn í Nóatún.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband