Færsluflokkur: Bloggar
28.5.2008 | 08:53
Bletturinn.
Ég ætti nú kannski að gáfublogga núna um forsetakapphlaupið í Ameríku eða símahleranir hér áður fyrr en svona mál finnst mér svo leiðinleg að ég nenni varla að lesa um þau,hvað þá að ræða um. Það er nú ekki gáfuleg umræða í gangi um þessa símahleranir, þ.e. núverandi ríkisstjórn á að biðjast afsökunar á gerðum fyrri stjórnar.Maður verðu bara pirraður á að heyra svona bull.
En það sem að mér liggur á hjarta núna er bletturinn. Það er eitthvað ljós, sem að fyrrum var hjá sjónvarpinu en vinnur nú hjá Vegagerðinni og er víst talsmaður hennar. Hann vill láta kalla sig sínu miðnafni en það kemur hálfkjánalega út: G(?).Pétur. eða G.Blettur, ég heyri yfirleitt ekki muninn. Skyldi hann viljað hafa þennan háttinn á ef að hann héti: K.(arl) Ari eða H.(elgi)Karl eða S.(igurður) Óli?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 22:09
Bóklestur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 13:03
!0 vikur.
Það eru tíu vikur síðan að ég lenti í slysinu og er ég allur að koma til. En betur má ef duga skal. Og svo í tilefni dagsins þá bakkaði ég Hallanum út og tók smá skver, upp á Litlu kaffistofu til að taka bensín.Það er nefnilega ekki gott að vera bensínlítill þegar maður fer loksins að hjóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 18:58
Bull.
Hver hefur sagt að þessi stofnun og þessi prófessor séu virt? Ef að svo væri með virðingu og árangur þá væru pílagrímaferðir alka þarna austur úr til meðferðar líklega meiri en að nú er.Bull og kjaftæði. Er þetta þýtt úr Munhchausen Zeitung eða hvað?
Ég er farinn á fund.
![]() |
Winehouse í meðferð til Ísraels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 09:36
Dylan.
Ég var einn heima í gærkvöldi. Um ellefu leytið fór ég uppí með ísinn og var sjónvarpið á.Það var verið að sýna þátt með Bob Dylan á ríkis og af því að sambýliskonan var að vinna og ég hafði asnast upp í fjarstýringarlaus, þá varð ég að horfa á þáttinn.Það komu margir fram og mærðu kallinn en mér hefur ekki hugnast hann í gegnum tíðina. Það getur vel verið að hann sé mikill listamaður og semji "beitta" texta,texta sem að áttu að breyta heiminum,þó að ég muni ekki eftir neinum breytingum þess vegna. Og í þessum þætti kom Joan Baes líka fram og sagði sitt um tiktúrur í kallinum og stæla hans áður fyrr. En það sem að ég mundi við að horfa á þennan þátt, var hvað Bob Dylan var og er helvíti leiðinlegur, eins og Joan Baes og allir þessir mótmælasöngvarar voru og eru.
Það var illa farið með góðan ís þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 20:58
Afhverju ég?
Hverri kynslóð er það áskapað að fá á sinni lífsleið, leiðindakaraktera sem að fylgja allt lífið. Afhverju þurfti mín kynslóð að fá Jón gnarr og Þorstein Guðmundsson? Það eru reyndar fullt af öðrum leiðindum en þessi eru með þeim verri. "Why me,Lord"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2008 | 22:55
Á uppleið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.5.2008 | 10:10
Í sundi.
Ég var að koma úr lauginni.Það var óvenju margt þar á sunnudagsmorgni. Eftir nokkra bringusundsmetra fór ég í pottinn og var þó nokkuð af fólki þar líka.Það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið eitthvað morgunsúr en einhverra hluta vegna þá mundi ég eftir því að þegar ég var lítill,það er að segja minni, þá var sagt við mann og annan ef að maður vildi vera ótuktarlegur:"þú ert svo ljótur að þér hefur verið skitið í hallæri bak við tunnu". Svei mér þá ef að megnið af þessu fólki var ekki þarna.Kannski að við íslendingar séum allir þaðan,að tunnubaki.
Það var ekki fyrr en ég sá sjálfan mig í speglinum við raksturinn að ég jafnaði mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 15:49
Ha?Hver?
Ég rakst á þessa frétt á vísi.is og skildi ekki alveg. Kannski að ég fylgist ekki nógu vel með eða er bara svona vitlaus. En ég fletti svo þessu nafni upp á Google og sá þá að þessi stúlka hafði verið með einhvern truntuþátt í sjónvarpinu. Ekki vissi ég að maður yrði landsþekktur við það.
"Landsþekkta sjónvarpskonan Brynja Þorgeirsdóttir mun kynna útkomu íslensku kosningarinnar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem verður haldin í 53. skiptið í Belgrad í maí".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 09:14
Gott veður.
Það er ekki heilbrigt að búa hérna fyrir þessa fjóra daga á ári sem að eru eins og þessi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)