Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2008 | 22:18
Kjánar.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 21:55
forseti
Það var verið að tala um það í gær að frestur til að bjóða sig fram á móti forsetanum væri að renna út.Ég veit ekki um neinn sem að nennir að standa í þessu ati og skil það ósköp vel.Ég hef ekki verið stuðningsmaður Ólafs og kem varla til með að verða það úr þessu,og þó, núna vil ég að hann verði áfram.Það er nefnilega betra að hann núi saman höndunum á kaupi sem forseti en ekki og þá þarf þjóðin bara að halda uppi tveimur forsetum í stað þriggja.Forsetaembættið hefur ekki verið svipur hjá sjón síðan Kristján Eldjárn gegndi því og mun forseti líklega ekki verða annað í framtíðinni en aðalkynnir á íslensku "hugviti og þekkingu" erlendis.
Er Siggi Hall nokkuð á lausu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 14:12
Kaka.
Þegar þú blandar saman vatni og hveiti þá færðu lím...
en þegar þú bætir við eggjum
og sykri...þá færðu köku úr þessu?
Hvert fór límið! ??VANTAR ÞIG SVAR?
Þú veist andskoti vel hvert það fór!
Það er það sem fær kökuna til að festast á rassinum áþér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2008 | 19:20
Liðþjálfar.
Ég fór upp á spítala í endurskoðun á fimmtudaginn var.Þá komnar sjö vikur síðan að ég lenti í slysinu. Doksi lét mig í nokkrar röntgenpósur og leist bara þokkalega á,það er að segja myndirnar.Hann lét mig fá bevís upp á sjúkraþjálfun með handleggina,eins og að ég sé eitthvað gamalmenni en ekki mótorhjólatöffari.Síðan er ég búinn að vera athuga með þetta fólk,sjúkraþjálfara.Er búinn að hringja á nokkra staði og alls staðar er fullt og það langt fram í tímann. Á einum staðnum,sem mér var vísað á,var mér boðið að koma með bevísinn og leggja hann inn og yrði svo hringt í mig þegar eitthvað myndi losna. Ef ég hefði þegið það þá væri ég fastur,bevíslaus, þar til hans hátign þóknaðist að hafa tíma fyrir mig."Takk fyrir fröken,ég hringi síðar".Örugglega einhver gömul þungsetin kerling,hálfpirruð á skilningsleysi mínu. Það virðist sem að helftin af þjóðinni sé hjá sjúkraþjálfara. Það er ekki nema von að íslendingar séu langlífir ef að allir eru hjá sjúkraþjálfara fram í rauðan dauðann. Það stirðnar ekki karl né kona hér með alla þessa liðþjálfa,(miklu betra orð en sjúkraþjálfari),þ.e. þegar þau fá tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 20:57
Bensínverðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 13:25
Dánarfregnir og jarðarfarir.
Það kemur fyrir að maður les minningargreinar og þá sérlega ef að maður kannaðist við viðkomandi. Nú er ég búinn að fylgjast með í þó nokkuð mörg ár og enn hefur ekki dáið fól svo að ég hafi séð hér á Íslandi.Kannski að íslendingar séu svona afspyrnu góðir eða ekki er skrifað um hina illu. Ekki veit ég.
En skrýtið væri líklega að sjá í minningargrein: "Hagbarður var vinnusamur og þótti duglegur en um helgar þá datt hann yfirleitt í það og buffaði þá stundum kellinguna ef að hún var með múður en það kom ekki að sök því hún átti stór sólgleraugu". Eða :" Sólbjartur var góður við börn,sérlega ungar stúlkur og bauð hann þeim oft í pottinn sem að hann hafði á veröndinni hjá sér og voru sundföt engin skilyrði þar á bæ". Eða:" Hallbjört var forkur mikill og hamhleypa og gat hún verið ráðrík á sínu heimili. Jón, fjórði eiginmaður hennar var sem leystur úr álögum er hún dó og leikur nú við hvern sinn fingur".
Ólíkt væri nú safaríkara að lesa svona umsagnir en það er víst ekki boðið upp á það,því að á Íslandi deyja bara dánumenn.Ég tek samt enga áhættu, ég skrifa um mig sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2008 | 16:44
Nokkur karöt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2008 | 08:00
Gáfaðir spekúlantar.
![]() |
Kaupmáttur rýrnar í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.5.2008 | 07:49
Bloggkjáni.
Ég hef stundum prófað að vera gáfaður eða réttara sagt reynt það hér á blogginu.Þá hef ég tvo fingur undir höku og hugsa afskaplega gáfulega um pólitík,set smjör í hárið og greiði aftur eins og Ög.... og blörraði borgarstjórinn. Svo hugsa ég: Já, ef að Geir myndi ......og bankarnir væru....... þá væri þetta allt aðeins öðruvísi. Og ef Ingibj......, hérna svelgist mér alltaf á, væri heima hjá sér að skúra, þá væri þetta ekki svona slæmt. Og svo hugsa ég um alþjóðamál: ég ætti nú að gefa þúsundkall til kirkjunnar og redda Afríku með því eins og þeir segja hjá kirkjunni.Og svo hugsa ég um Mugabe og Kunta Kinte eða hvað þeir heita þar úti og ef að ég hugsaði verulega gáfulega eins og svo margir sem að blogga þá, hugsa ég um Palestínu og Ísrael, þangað sem að Siggi Gríms fór með fólk á samyrkjubú hérna um árið, og væri ég ekki lengi að hugsa upp lausn á þeim vandamálum sem að þar eru.Og ef að ég væri stórbloggari að norðan og hefði lausn á öllum vandamálum sem að koma upp, þá væri ég búinn að leysa Íraksstríðið í eitt skipti fyrir öll. En þegar ég les yfir hvað ég hef skrifað núna þá sé að ég er ekkert gáfaður, ég er bara eins og vörubílsstjóri í mótmælum, sérlega kjánalegur.Kannski maður passi best á bloggið svoleiðis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 13:53
Sund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)