Færsluflokkur: Bloggar
20.4.2008 | 19:09
Hverskonar fífla.....
Ég ætlaði að hneykslast á þessari bjánafrétt en missti bara málið eins og þingmaður í jómfrúrræðu.
![]() |
Elmar með mark og rautt spjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 13:02
Allt í plati?
Það var eitthvað bílaumboð að auglýsa um daginn að það borgaði tvöhundruð þúsund kall fyrir drusluna.Ég fór og athugaði þetta og fann út að þetta var ekki satt. Þeir vildu ekki taka hana,ekki einu sinni fyrir minna, svo að ég keyrði hana bara heim og sagði henni að ég vildi kótelettur í kvöldmatinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2008 | 15:19
16,350,000.- m2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 23:00
Að kvöldi dags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2008 | 11:58
16000 sígó.
Það er kominð eitt ár. Eitt ár án reyks. Rétt um sextán þúsund sígarettur í sparnað. Kúl.
Það væri nú svo sem ágætt að fá sér eina í tilefni dagsins,bara eina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2008 | 23:03
Múgsefjun.
Ég var að hugsa aðeins tilbaka. Hvar voru þessir Tíbetsmálamótmælendur í fyrra og hitteðfyrra? Og árið þar áður? Og í mars 2003? Eru þessir mótmælendur svona vitlausir að þeir eru núna fyrst að fatta hvað er í gangi? Eru þessi mótmæli við Kínverja tískumálið þetta vorið? Hafa þessi mótmæli einhverju breytt fyrir einhvern í Tíbet? Fer fólk, sem að mótmælir mikið,heim að kvöldi og hvílir sig í og innan um alla innanstokksmunina sína frá Kína, undir átök næstu mótmæla? Finnst þessu fólki það vera gott fólk? Svona eins og Vottarnir, sem að segjast vera afskaplega góðir en eru afskaplega fáir. Eins eru þessir mótmælendur, afskaplega fáir. Og kjánalegir. Kjánalegir að láta sér detta það í hug að þeirra kvak við Víðimel 29 heyrist til Kína. Og þó að það heyrðist, þá skipta íslendingar sáralitlu í þessu máli eins og öðrum. Í þessu tilfelli, engu. Nema, nema fyrir þá sem að mótmæla. Því ef að einhver mótmælir í svona málum, þá sjá allir hve góður hann er. Afskaplega góður. Í raun er honum nákvæmlega sama hverju er mótmælt í sjálfu sér, aðalatriðið er að vera með. Vera góður, vera góður við minnimáttar. En bara þegar aðrir sjá til.
Ekki er ég að mæla Kínverjum bót en mér kemur ekki við hvað þeir gera. Og mér finnst hundleiðinlegt þegar eitthvað pakk fer með kastljós á einhver mál, þó að réttlætismál séu, mál sem því kemur ekkert við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2008 | 22:25
Leiðinlegt á Skjánum.
Var að horfa á þáttinn Svalbarða sem var verið að sýna á Skjá einum. Ég þarf ekki að horfa á annan slíkan. Ég er ekki vanur að horfa á íslenska "skemmtiþætti" því að sjaldnast eru þeir skemmtilegir.Ég vildi gjarnan fá að vita hver sagði þessum drengstaula að hann væri fyndinn? Skyldi það vera sá sami sem sagði Jóni Gnarr það? Ef að svo er þá ættu þessir drengir að biðja um annað álit.Þessi Svalbarðaþáttur átti víst að vera einhver nýlunda en fátt sást þarna sem að ekki hafði áður sést og slæm var söngkonan. Drengurinn sem að stjórnaði þessu, er kannski ekki drengur lengur því hann er kominn með svona ljómandi fínan skalla,var með aulaglottið sitt allan tímann,ég sem hélt alltaf að hann notaði það bara í "karakter", en hann er víst skapaður svona. Þessi skoðun mín hefur ekkert með gamaldagshúmor eða nútímahúmor að gera. Þetta var bara leiðinlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2008 | 22:20
Píanó.
Heldur hefur bloggletin verið að hrjá mann uppá síðkastið enda ekki gaman að pikka með níðþungar gifshendur. Í dag fór ég á slysó og var gifsið tekið og er maður öllu léttari í dag en í gær. Er ég bæði glaður og hryggur þess vegna. Doktorinn lét taka nokkrar röntgenmyndir og var hann nokkuð ánægður með pósurnar hjá mér og hvernig þetta hefst við. Hann hreyfði á mér puttana og sagði eftir að hafa skoðað þetta fram og tilbaka: "Þú þarft ekki gifsið lengur, bara æfa fingurna rólega og ekki reyna neitt alvarlega á þetta næstu tvær vikurnar. Þá verðurðu farinn að spila á píanó áður en þú veist af". Ég varð nokkuð glaður með þetta vegna þess að ég hef aldrei kunnað að spila á píanó. En ég varð afskaplega hryggur að missa gifsið, því allar gömlu konurnar sem að heimsækja mig í vinnuna vorkenndu mér afskaplega.Og nú er það búið.
Kannski að ég fari í fatlann og skoði hvernig hann reynist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2008 | 21:06
Kastljósið.
Það var verið að minnast Vilhjálms Vilhjálmssonar í Kastljósinu áðan.Þar hafði verið skeytt saman nokkrum lagabútum þar sem að Vilhjálmur söng nokkra lagabúta. Á þessum árum voru menn skýrmæltir og margir góðir söngvarar eins og Vilhjálmur. Það getur verið að fortíðarhyggjan hafi eitthvað með skoðun mína að gera, en ég held að þessir afturkreistingagaularar sem að nú og síðustu tuttugu og fimm ár hafa verið að láta mann fá kjánahroll þegar þeir, að maður heldur, opna munninn og góla eitthvað óskýrum rómi, verði fólki ekki minnisstæðir eftir nokkur ár.Það var nefnilega líkt kattarbreimi, afturkreistingagaulið í hinum sjálfumglaða Jörundi sem að Kastljósið endaði á, miðað við það sem að á undan var. Á sá náungi sér marga líka hér,álíka óáheyrilega.
Hér á árum áður var maður stoltur af uppruna sínum en ekki er ég það lengur.
Bloggar | Breytt 29.3.2008 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 20:29
Leiðindi.
Idolið í gangi hér.
Ég hef aldrei skilið afhverju sumir halda að tónlist verði betri ef að hún er spiluð hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)