Færsluflokkur: Bloggar
1.5.2008 | 08:49
Frídagur!
Þetta er fallegur dagur. Gott að vakna á sólbjörtum morgni, úthvíldur,hlusta um stund á fuglasöng áður en maður stekkur fram úr og hendist í fötin og út í sumarið. Það er hópkeyrsla í dag með Sniglunum,allir að mæta,gaman að vera með. Þetta er hjá einhverjum öðrum en mér.
Ég vakna við mávagargið og léttar andþyngsladrunur í sambýliskonunni. Ligg um stund og reyni að sleppa við að fá sólina beint í augun.Geri mig svo kláran í að fara fram úr sem hægara sagt en gert.Maður er eins og níræður kall, sem að fær ekki örorkubætur, stirður og allstaðar illt. Þegar í lappirnar er staðið þá taka lepparnir við og tekur það smá tíma. Ég er feginn að vera ekki bindiskall. Eftir að hafa staulast fram og skverað sig af, þá eldar maður sjálfur morgunmat,seríos með mjólk áður en að lagt er í daginn. Ég danglast hljóðlega um og fer í jakkann,og heyri ég enn drunur úr svefnherberginu þegar ég loka útihurðinni. Ég held ég fari út í vinnu og þrífi klósettið,það er víst enginn þar núna,hvorki í vinnusal,skrifstofuálmu eða mötuneyti.
Ég hef ekkert með einhverja mótorhjólamenn í umferðarstöppu að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 21:53
Spáðu í mig.
Þetta er stjörnuspáin mín í dag.Ég er bara orðlaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 20:46
Hrogn.
![]() |
Afkoma Bakkavarar veldur vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 12:22
1720.
Ég er ekki lítill. Ekki svo. Ég er að meðalstærð karlmanna,reyndar eins og hún var árið 1920.En meðalstærð engu að síður. Það er mælieiningin sem að skiptir máli þarna. Fimm fet og átta tommur, 5ft8", það er lítið. Eitt hundrað sjötíu og tveir sentímetrar, 172sm, ekkert sérstakt. Sautján hundruð og tuttugu millimetrar, 1720 mm, það er ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2008 | 18:26
Doktor.
Ég fór til læknis í gær. Mig vantaði vottorð útaf þessu slysi sem að ég lenti í fyrir páska. Ég er nú ekki vanur að hitta svona fýra og var þetta í fyrsta sinn sem að ég hitti þennan heimilislækni minn sem að ég var skráður hjá fyrir tíu árum eða svo.Þetta er hinn viðkunnanlegasti maður og hafði hann útvegað sér öll gögn um mig sem að fundust og spurði mig í þaula og lét mig mala út í eitt.Eftir það potaði hann í mig hist og her,ósköp ertu orðinn rýr, teygði mig og togaði og umlaði á meðan eitthvað um að: þetta er slæmt og nú já, er þetta svona og jæja. Komst hann að því að ég er bara helv... slæmur um allan skrokk og lét mig vita að ég skána ekki alveg strax.
Og mér sem að leið svo vel þegar ég kom til hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 22:25
Trúin.
Konan sem að ég bý með fæddist til kaþólsku.Þetta er afskaplega ljúf og vinnusöm kona og kaþólskan truflar hana ekki mikið. En samt eru hér myndir af heilagri Maríu á veggjum ,krossar og fleira í þeim dúr sem hefur með kaþólskuna að gera. Ekki eru kirkjuferðir að taka frá henni tíma eða mér en þó hef ég farið með henni einu sinni eða svo og hafði bara gaman af. Það þykir reyndar ekki gott hjá kaþólskum að kona skuli búa með manni í óvígðri sambúð og þess vegna hefur hún í gegnum tíðina,þegar kirkjunnar fólk hefur komið heimsókn til eftirlits, verið fegin því að ég skuli ekki hafa verið heima á þeim tíma. Hingað hafa komið nunnur og prestar,kaþólsk,sem koma til uppörvunar sóknarbörnum, færandi bæklinga og vígt vatn á plastflöskum undan límonaði. Konan er lukkuleg með að kirkjunnar þjónar sjái ekki að hún býr í óvígðri sambúð og eftir að þeir eru farnir verður hún nokkuð trúuð um sinn. Kemur þá oft með vígða vatnið þegar ég er kominn uppí og steinkar mig í bak og fyrir eins og mamma gerði þegar hún var að stífa skyrturnar fyrir pabba hér áður fyrr. Þegar búið er að væta mann aðeins þá er maður signdur og eflaust tekur hún nokkrar Maríubænir í hljóði líka, allavega sofna ég vel eftir þetta. En svo rjátlast þetta af henni og eftir smá tíma þarf ég ekki annað en að minnast á messu eða páfann, þá byrjar hún aftur að signa mig og þá hætti ég að minnast á messuferðir.
Það er nú dálítið kaþólskt að skrifta svona á blogginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 17:12
Atvinna.
![]() |
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 10:07
Karfi.
Ég er eins og karfi núna. Ekki rauðbleikur eins og sólarstrandarfarar verða á litinn, heldur með útstæð augu eins og karfinn fær þegar hann kemur úr djúpinu. Ég hef nú ekki verið neitt í djúpinu en verandi nýbúinn að kaupa annað mótorhjól, alveg blánakið og að mínu mati krómlaust, þá hefur stundum við tölvuna fjölgað og glápir maður næstum úr sér augun þar fram á nótt.Það þarf að skoða þessa 65227 hluti sem að eru í boði á Ebay fyrir nýja hjólið og tekur það meira en smá stund. Það þarf að ákveða hvað vantar og sannfæra sjálfan sig um að þessu eða hinu sé ekki hægt að sleppa, " þetta eru bara tæplega þrjátíu dollarar, það munar ekkert um það". Bremsudælur eru t.d. bráðnauðsynlegar krómaðar, það getur ekki nokkur maður látið sjá sig á tiltölulegu nýju hjóli með þær svartar. En það tekur sinn tíma að finna þetta og standa augun á stilkum þegar eitthvað bitastætt finnst,þess vegna eru þau orðin það útstæð að þau rekast í gleraugun þegar horft er til hliðar. En þar sem að ég er nýgræðingur á Ebay og allt þar er nýtt fyrir mér, þá er ég að vona að þetta rjátlist af mér á sex til sjö mánuðum og lífið verði aftur venjulegt. Nema að ég verði orðinn blankur fyrr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 10:49
Íslenskur sómi?
Maður verður dálítið pirraður þegar maður les sum bloggin og athugasemdir við þau varðandi þessi mótmæli hjá vörubílstjórum.Það er þessi bjánahrollur sem að umlykur mann þegar fólk í reiðkasti hendir fram fullyrðingum og heldur æ að það hafi rétt fyrir sér, fólk sem að tekur mark á eggjafréttamönnum og hagar sér eins og götustrákar.Veður áfram í heilagri reiði, í vissu um eigið ágæti og réttmæti eins og múslímar í hryðjuverkaárás. Væri ekki rétt að hugsa aðeins sinn gang, haga sér eins og vitiborið fólk og anda rólega.
![]() |
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2008 | 21:13
Heimska.
Konan sem að ég bý með hefur verið að fylgjast með þessum mótmælum vörubílstjóranna. Hefur hún verið að spyrja mig aðeins út í þetta og er ég í dálitlum vandræðum með útskýra. Eftir að hafa horft á forsvarsmann bílstjóranna í Kastljósi í kvöld,þá varð enn verra að útskýra. Það er nefnilega svo erfitt að segja henni að íslendingar séu vitlausir. Og þó, kannski er það bara satt. Vörubílstjórarnir mótmæla og gera það ólöglega. Múgurinn hleypur til og segir:ég styð þá,þetta er flott hjá þeim. Það er ólöglegt að keyra farartæki of hratt og ólöglegt að keyra með óvarinn farm og ólöglegt að keyra með illa bundinn farm. Allt þetta hafa vörubílstjórarnir orðið uppvísir að og styður fólk þetta? Nei, reyndar ekki en þetta er nefnilega öðruvísi ólöglegt. Fífl, enn og aftur, íslendingar eru fífl. Ég hef ekki orðið var við að það hafi komið fram hjá blessuðum frétta"haukunum" okkar að aðgerðir vörubílstjóranna séu ólöglegar og að lögreglunni er skylt að koma í veg fyrir svona aðgerðir.Það er líklega þess vegna sem að múgurinn heldur að það sé í lagi að kasta eggjum og grjóti í lögregluna. Einn lögginn reyndi að segja (gargaði) lýðnum að piparúðaársás væri í vændum,það var honum talið til lasts. En múgurinn trúði þessu ekki, "huh, ertasprautámig"? Hefur þetta fólk ekkert í hausnum eða var það bara að fiska slagsmál? ´Hvað lögregluna varðar, þá er hún ekki hafin yfir gagnrýni en afskaplega held ég að erfitt sé fyrir hana að taka æstan múg silkihönskum.
Nei, ég held að ég geti ekki útskýrt þessi mótmæli fyrir sambýliskonu minni,frekar en annað það sem heimskir íslendingar hafast að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)