Færsluflokkur: Bloggar
21.3.2008 | 08:00
Páskafrí?
Ef að ég væri yngri þá myndi ég kannski vilja vinna í Sam bíóinu. Þar er nefnilega opið um páskana og þar má hósta án þess að trufla helgislepjuna sem hefur verið hér síðan ég man eftir mér. Ég skil ekki hvað þetta fimm daga árvissa "trúarhátíðarfrí" fer í taugarnar á mér, því ekki kannast ég við neinn, fyrir utan biskupinn í sjónvarpinu, sem að veit til hvers eða útaf hverju þessi tími er haldinn hátíðlegur. Hvað þá að einhver viti afhverju þetta er aldrei á sama tíma. Það er reyndar auðvelt að fletta þessu upp en kannski það gæti truflað "trúareinbeitninguna" hjá einhverjum.
Ég er að hugsa um að skreppa aðeins í vinnuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2008 | 07:41
Slys.
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn en hér er hugleiðing sem að ég skrifaði á aðra síðu:
Eins og margir vita lenti ég í slysi s.l. sunnudag. Ekki er hægt að segja annað en að ég hafi verið heppinn að meiðast ekki meira en raun varð á. Aðstæður til að hjóla voru með besta móti og farin var leið sem að keyrð er af flestum mótorhjólamönnum hér á svæðinu þegar hjólað er. En eins og alltaf er sagt: slysin gera ekki boð á undan sér og sannaðist það hér. Þar sem við vorum fjórir á leið vestur Miklubraut fyrir neðan Ártúnsbrekku og var ég fyrstur, sé ég þá allt í einu bíl vera að snúa við og bregður mér all nokkuð að sjá hann. Ekki var mikill tími til að hugsa um hvað ætti að gera, en sá ég að til hvorugrar hliðar gat ég sveigt, þannig að þegar ég lenti á bílnum var hugsunin ekki:hvað verður um krómið, heldur: næstum ekki neitt. Það sem að ég man, er þegar ég lendi með hjálminn á framrúðunni og svo næst þegar ég ligg fyrir aftan bílinn, lemstraður og brotinn á vinstri upphandlegg. Það sem að fer í gegnum huga manns á meðan beðið er eftir sjúkrabíl er ansi margt. Ef að ég hefði gert þetta og ef að ég hefði gert hitt......En þetta hafði gerst og ekkert gat breytt því. Þarna hafði ég að mestu vit á að liggja kyrr og bíða en fann fljótlega að ég gat hreyft alla útlimi fyrir utan vinstri handlegg. Varð ég afskaplega ánægður og montinn en ákvað samt að liggja kyrr þangað til að mér væri sagt annað.Þegar sjúkrabíllinn kom var tekið á málum af festu og kunnáttu og þýddi lítið fyrir mig að segja að ég gæti hreyft þetta og hitt."Við sjáum um þetta og þú hreyfir þig ekki". Eftir á sé ég, að þegar sjúkraflutningamenn koma á slysstað þá vita þeir ekki um meiðsli og verða alltaf að gera ráð fyrir hinu versta í svona tilfellum og fara því að öllu með gát.Er ég þeim afskaplega þakklátur fyrir þeirra störf, þrátt fyrir að þeir hafi klippt sundur nýlegan jakkann minn og skyrtuna úr Mótormax sem að ég fékk í jólagjöf. En þegar á allt er litið þá er það klæðnaðurinn sem að skiptir öllu máli þegar flugið er tekið þessa vegalengd. Var ég nýbúinn að loka hjálminum þegar áreksturinn verður og nokkuð er líklegt að kjálkinn á mér væri illa farinn ef að ekki hefði svo verið. Hef ég verið mikið fyrir að keyra með hjálminn opinn hingað til, hvað sem verður síðar. Varðandi gallann, þá var ég í þröngum smekkbuxum og jakka, bæði úr leðri og fyrir utan brot og teygð liðbönd á einum fingri var ekki ein einasta skinnfleiðra. Það má því segja að galli og hjálmur hafi komið í veg fyrir að meiðsl yrðu eins mikil og þeir sem voru vitni, héldu. Í dag er ég þakklátur fyrir að ekki fór verr og vona að þetta slys verði mér og öðrum til umhugsunar um það hvernig við högum okkur í umferðinni, bæði á hjóli og bíl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2008 | 07:27
Heppinn mótorhjólatöffari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2008 | 08:16
Heppinn "mótorhjólatöffari".
Það er ekki hress mótorhjólatöffari sem bloggar nú með einum fingri.En heppinn.Mér er sagt að eftir að keyrt var á mig í gær, þá hafi þurft að taka bílinn með krana líka.Það var lán í óláni að ég skyldi hafa rænu á að fara beint á bílinn frekar en að leggja hjólið. Þá hefði maður líklega lent undir í stað þess að taka bogaflug yfir bílinn, stangandi framrúðuna á leiðinni.Ekki var möguleiki að sveigja hjá og líklega hefði maður geta brugðist öðruvísi við ef að maður hefði fengið að taka tvær æfingar eða svo. En það var ekki í boði, þannig að ég er ánægður með úrslitin.Opið beinbrot á vinstri handlegg,slitið liðband á fingri og er allur lurkum laminn.Er núna að bíða eftir einhverri aðgerð, það á að laga beinbrotið sem að ekki var sett rétt saman í gær.
En núna lítur maður ekki beint út sem mótorhjólatöffari á krómhjóli,maður er líkari gömlum manni sem að staulast hér um á nærbuxunum með saltvatnslegg á hjólum(krómuðum) sér við hlið. Það tók tæpan klukkutíma að staulast að tölvunni,setjast og skrifa þetta.
Það eru á milli 30 og 40 manns sem að hafa hlúð að mér hérna, fólk með þolinmæðina í lagi. Hafi það þökk fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.3.2008 | 11:29
Vorið
Gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2008 | 15:56
Skiljanlegt.
![]() |
Sex mánaða kynlífsbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2008 | 19:27
Sauðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 22:12
Matur.
Ég hef séð að sumir bloggarar eru með uppskriftir og því um líkt á síðum sínum. Og lýsa menn þar af miklu næmi, hvað og hvernig eldað er og hvernig á að borða. Ekki hef ég nú gert mikið af því að elda um ævina því að ég hef alltaf haft kvenmann mér nærri til þess að sjá um það. Þessum elskum er þetta sérlega lagið og hafa reyndar haft miklu meira fyrir því að elda fyrir mig en þörf hefur verið á. Ég er nefnilega hæfilega matvandur og finnst ekkert gaman að borða margréttað og hefur mér aldrei þótt máltíð vera helgiathöfn eins og oft vill verða þegar matargúrúar eru annars vegar. Ég er til dæmis mjög sáttur við hamborgara eða pulsur í kvöldmatinn, súpu og brauð eða annað fljótlegt, sem sagt ekkert flókið og tímafrekt. Annað sem að mér finnst með máltíðir, er að mér finnst ekkert sérstakt að fara eitthvað út að borða með fullt af fólki. "Ég ætla að fá mér steikina,nei annars hvað ætlar þú að fá þér, kannski að ég fái mér það líka, hvernig rauðvín eigum við að fá okkur,eigum við ekki að fá okkur forrétt" og svo kemur "umm hvað þetta er gott alveg bráðnar á tungunni á manni, ooo hvað ég er saddur" og þá rifjað upp hvernig steikur hafa verið borðaðar síðustu tíu árin. Svoleiðis ferðir á veitingastaði minna mig oft á það þegar ég gegndi í sveitinni forðum.Ég vil bara hafa þetta einfalt: tölvan er á eldhúsborðinu, dagblöðin einnig og kveikt á sjónvarpinu og fjarstýringin innan seilingar þegar hún kemur með diskinn. Að vísu þarf ég sjálfur að lyfta diskinum af blaðinu þegar flett er og sjálfur vil ég skipta um rás á sjóninu. Best er þegar einfaldur matur er á borðum og ekki þarf að vesenast með allskonar meðlæti og dót sem að spillir einbeitningu við þessa þrjá miðla.Þetta hefur ekki alltaf verið svona hjá mér. Hérna áður, þegar ég bjó með börnunum mínum, komst blaðið ekki fyrir á borðinu, og alltaf þurfti að sinna þeim aðeins, barnsmóðir mín átti eitthvað erfitt með að sjá um krakkana meðan hún eldaði og lagði á borðið og var heldur ekkert vel við að blað væri á eldhúsborðinu á matartíma. Nú er annar tími og lítið nöldur við eldhúsborðið, þar er mitt ríki,núna.
Assgoti er hún eitthvað lengi að koma með kóteletturnar núna, á að svelta mann til bana eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 14:18
Gáfur?
![]() |
Kínverjar herða eftirlit með skemmtikröftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 21:21
Stælar!
![]() |
Yfirlýsing frá Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)