Færsluflokkur: Bloggar

Málalenging af litlu tilefni.

Hverskonar bull er þetta? Ef einhver meiðslahola er á æfingavellinum er þá ekki rétt að loka henni? Eða er þjálfarinn að missa leikmenn út af meiðslum? Og hvernig er spilað með hjartanu í handbolta? Er ekki verið að tala um handboltaleik eða er verið að tala um styrjöld (stríð)? Þá er boltaræfill ansi aumt tól. Og ef að fólk er geggjað, er það þá ekki lokað inni annars staðar en í íþróttasal?
mbl.is Guðmundur Guðmundsson: Aldrei vitað annað eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnatappar.

Þessi vísa úr þýðingu eftir Helga Hálfdánarson kom upp í hugann í morgun þegar ég lá uppi í rúmi í morgun. Það á að vera því sem næst þögn í morgunhúminu en var það ekki alveg.

"Ég hengdi Mörtu mína í nótt með snæri
svo mér er þungt um hjartarót af trega
en Marta heitin hraut svo gífurlega
að hér var ekki nokkurt undanfæri."

En ég ætla ekki að vera svona róttækur,ég kaupi bara annað sett af eyrnatöppum.


Hóst.

Ekki er mannvalið mikið ef enginn getur gefið á sér kost fyrr en Jóhanna er búin að hósta.Eða er lýðræðið í Samfylkingu á þann veg að ekki má bjóða sig fram nema með leyfi forystunnar.
mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki frétt.

Hver er fréttin? Það er fullt af fyrirtækjum sem leggur upp laupana í hverri viku og þá mörg merkilegri en þetta. Bull í neytendapakkningum. Finnst einhverjum skrýtið að svoleiðis búlla gangi ekki. En mér finnst merkilegt að þessi kona segir (á vísi.is) að hún vilji jafnvel flytja úr landi m.a. vegna þess að ekki vill hún taka þátt í hagkerfi sem vill borga skuldir útrásarvíkinga.Hefur þessi kona verið einhver stórskattgreiðandi hingað til?Ef svo er þá væri gaman að fá að vita það.Ég hef ekki orðið var við mikla skatta hækkun hjá mér enn ,en hef reyndar aldrei verið einn af máttarstólpum velferðarkerfis okkar eins og Eva, Hallgrímur Helgason og aðrir dollubankarar. Ef blessuð konan vill fara,þá:vertu sæl mey,farið hefur fé betra.


mbl.is Nornabúðin lokar dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugufregn?

Og hvers konar flugur eru það? Eða er starfskynning á Mbl.is þessa vikuna?


mbl.is Iceland Express fjölgar flugum til Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskemmtilegt.

Einhvern tíma skrifaði ég um leiðinlega samferðamenn í lífinu. Það sem ég meinti þá, var að það er engin leið að sleppa við einhverja sem halda að allt sem þeir geri sé skemmtilegt og fyndið. Svoleiðis persónur geta gert manni lífið leitt og eru eins og leiðindapest sem maður losnar ekki við fyrr en í kistuna er komið. Á sínum tíma nafngreindi ég sum þessara leiðindaspjalda en geri ekki nú. Þessi grey kalla sig leikara eða skemmtikrafta eða þaðan af háleitara. Og ef manni verður á að opna blað eða kveikja á sjónvarpi þá hellist þessi óværa yfir mann. Það er nefnilega fullt af fólki sem ræður yfir auglýsingafé fyrirtækja sem heldur að það sé í lagi að láta sama spjaldið auglýsa síma,prentun og pulsusjoppu með bensínsölu sem aukagrein. Mér finnst það bara ekki í lagi. Ég fékk sent afsláttarkort frá mótorhjólaklúbbi sem ég get notað í Skelplötupulsusjoppunni en ég ætla ekki að nota það þrátt fyrir verulegan afslátt. Ég vil ekki borga þar hluta af kaupi leikfífls sem heldur að hann sé skemmtilegur.

Vanþakklæti.

Laun heimsins eru vanþakklæti.
  Það er bara eitt sem mig langar að koma að: ef þeir geta spilað og eru góðir þá þurfa menn yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af smámunum eins og fargjaldi.
mbl.is Popparar kvarta undan endurnýjaðri Loftbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til vara.

Þetta bjargar deginum. Ásdís í ræktinni með litla og stóra,Damme og Dolph.Skyldi hún hafa þá til vara? Paris vinkona mín er líka fræg fyrir ekki neitt.Reyndar tók hún einhvern til vara í frægu myndbandi.Og varð jú fræg fyrir það.
mbl.is Ásdís Rán í ræktinni með Colin Farrell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar sem skóli?

Það er fullt af fjölmiðlafólki á leið í framboð. Þetta byrjar gjarnan á bloggsíðu og er eitthvað á þessa leið:"Vil ég tilkynna hér formlega framboð mitt til....". Svo er komið að mannskostalýsingu og hef ég ekki séð nema fagrar lýsingar hingað til. Það má vel vera að þetta sé ágætis fólk en fyrr má nú vera sjálfsánægjan að halda að þýðingar á Reuters skeytum og stjörnuspárskrif geri einhvern hæfan til setu á Alþingi. Eða uppstrílað sjónvarpsfólk sem tekur andköf í hverri setningu vegna þeirrar ánægju að heyra í sjálfum sér og sjá.
   Ég er ekki viss um að íslenskir  fjölmiðlar séu góður skóli fyrir alþingismenn.


Gáfuð þjóð?

Ég horfði á Kastljós í gær eins og margur annar og ætla ekki að tjá mig neitt um það. En eftir að hafa skoðað allnokkrar bloggsíður í dag þá undrast ég hve margir hafa gott lit yfir lands- og alþjóðamál. Að meðaljóninn skuli hafa svo afdráttarlausa skoðun og yfirgripsmikla þekkingu á öllum málum sem innanbúðarmaður og smá orðaforða sem inniheldur að mestu rætin lýsingarorð.Það eru líklega þessar gáfur sem talað er um þegar við úthlutum okkur sjálf nafnbótinni:gáfuð þjóð.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband