Peningarnir frá IMF.

Ég hef ekki verið að væla mikið enn um þessa kreppu. Fer hún dálítið í taugarnar á mér stundum en þó fer öllu meir í taugarnar á mér fólk sem að þykist hafa lausnir á öllu klabbinu. Fólk sem að hvorki ég né aðrir geta tekið mark á þegar eitthvað á bjátar. En nóg um vitleysingana í bili.
   Ég fór að pæla aðeins í þessari fjárhæð frá IMF. Rúmlega tveir milljarðar dollarar eða tvö hundruð og níutíu milljarðar króna. Þetta eru miklir peningar, svo miklir að venjulegur maður veit ekki hvað þetta er mikið.Þetta eru fimmtíu og átta milljónir af  fimmþúsund krónu seðlum. Hver seðill er um það bil eitt gramm og því er þessi upphæð í kringum fimmtíu og átta tonn. Og ef að þessum seðlum væri staflað upp þá yrði staflinn þrjúhundruð og ellefu metra hár. Eiffel turninn er 300 metra hár, án flaggstangar. Ef að drengurinn minn yngsti færi í það með trukki og dýfu og reyndi að eyða svona upphæð,reyndar dálítið fáránleg hugmynd,og myndi eyða einni milljón stykkja af  fimmþúsund króna seðlum á ári(þ.e. fimm milljarðar) þá yrði hann búinn með þessa upphæð þegar hann verður sjötugur. Það er nálægt þrettán komma sjö milljónum króna á dag. Í fimmtíu og átta ár. Hann yrði búinn árið 2066.
Þetta er nú meira bullið, ég er farinn að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Hvað ætli hann fengi marga legókalla fyrir það?

Helga Dögg, 24.11.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband