Leti og ómennska Íslendinga

 

Enski sérvitringurinn Sabine Baring-Gould heimsótti Ísland 1862. Hann er ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti sem sér Íslendinga eins og þeir eru en ekki eins og þeir halda að þeir séu, þ.e. bestir í heimi. Vitnað er í Gould hér:

"Persónugerð [Íslendinga] er með þeim hætti að þeir eru dauðyflislegir, skaðlega íhaldssamir og gríðarlega latir. Þeir hafa sérstakt lag á að vinna verk á eins klaufalegan hátt og mögulegt er. Þegar súrra á kassa, til að mynda, horfir hinn innfæddi á verkið í nokkrar mínútur til að átta sig á hvernig megi binda hann á sem óhagkvæmastan og ólögulegastan hátt, og gefur sér síðan góðan tíma til að vinna verkið einmitt á þann hátt".

Það er eflaust fullt af útlendingum í dag, sem að gætu sagt okkur eitthvað svipað nú en það er bara talað í fjölmiðlum við þá sem bera okkur söguna vel, svo er sjálfsánægjan búin að blinda okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband