Kvöldmatur.

Ég er stundum dálítið matvandur,sérstaklega þegar ég sé hvað er mallað. Og þar sem að ég bý núna, þá get ég búist við að fá ýmislegt á borð sem að er öðruvísi en var hjá mömmu. Og stundum fæ ég ekki að vita fyrirfram hvað er í matinn og þá borða ég það sem að fyrir mig er borið.Og ef að það er ekki gott þá borða ég lítið og svo minna af því næst,þangað til að það er ekki haft aftur. Og veit ég þá ekki alltaf hvað það var. En á næstunni ætla ég að hafa varann á, ég nefnilega fann þessa dós uppi í skáp og ekki veit ég hvað er búið til úr þessu en það verður búið til. Bon appetit.

 

                                          matur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég held að ég sé svolítill gorme kokkur... geti gert næstum veislu úr öllu... en þessi dós einhvern vegin gerir ekkert fyrir ímyndunaraflið...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 01:41

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þaddna vantaði enn í veginn... auk annarar vöntunar...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 01:44

3 Smámynd: Faktor

Ég mæli með því sem hann afi þinn kenndi mér að borða í Hafnarstrætinu, þegar við vorum púkar:

Soðinn fiskur, kartöflur, mörflot og rúgbrauð.  Það sem vakti mesta undrun, en mér þótti gott saman, var rúgbrauð með mörfloti!    Þetta ratar enn á matseðilinn hjá mér

Faktor, 7.9.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Rannveig H

Þessu var ég ekki að ná,var afi þinn í Hafnastræti? En maturinn sem faktor gefur upp kann ég alveg að meta.

Rannveig H, 7.9.2008 kl. 18:35

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Klukk! Þú ert´ann!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband